Já, nú ætlar Stallone kallinn að fara að leika í Rambo 4. Myndin mun líklega ( ef hún verður gerð ) bera nafnið Rambo IV:The Night Of The Taliban. Að mínu viti stöddu mun Stallone skrifa handritið, en síðast skrifaði hann handritið af sorpmyndinni Driven. Nú er bara að sjá ef hann ætlar að byrja að berja crap út úr Osama bin Laden ( titillin á myndinni gefur það til kynna ).
Sylvester Stallone ( eins og allir vita ) var ein aðalhasarhetjan fyrir nokkrum árum, en nú á dögum virðist fólk ekki lengur spennt fyrir good old fashioned “beat´em Up” action, þannig að hann Sly má fara að vara sig á Nic Cage og öðrum. En hann Stallone ÞARF á mega-hitti að halda, út af því að Síðustu tvær myndir hans, Get Carter og Driven voru hálfgerð flopp ( sérstaklega Get Carter ). En ég sé ekki hvernig maðurinn ætlar að afla sér vinsælda með einhverjum lo-life hugmyndum eins og Rambo 4. Allavega ætlar vöðvabúntið að reyna og við skulum bara sjá hvernig fer.