“Catch a Fire” tekur sér stað árið 1980 (sem var hápunktur ofbeldis í Suður-Afríku)og fjallar um mann sem heitir Patrick Chamusso og lífið hans í Suður-Afríku. Hann byrjar að segja frá fjölskyldunni sinni og vinnunni hans á olíupalli í borg sem heitir Secunda í Norðurhluta Suður-Afríku. Óhapp á sér stað þegar olípallurinn er sprengdur af uppreisnarmönnum og verður ástandið miklu verra fyrir svertingjanna þar. Lögreglan stöðvar þá og þeim er leitað og sumir eru skotnir, eftir Patrick er tekinn af lögreglunni er hann pyntur í að segja lögreglunni hver stendur á bak við atburðinn, jafnvel þó að hann gerði ekki neitt. (Þetta var mjög algengt á tímum Apartheid í Suður-Afríku), Restin af myndinni tekur manni hreinlega af ímyndun þar sem meðferð fólks er svo hrottarleg að maður á bara erfitt að viðhalda sér.
Myndin sjálf er mjög vel gerð og áhugaverð fyrir alla sem kannski vita ekki það mikið um sögu Suður-Afríku og vilja kynnast henni betur. Inn á milli koma þeir með alvöru myndatökur af atburðum sem áttu sér stað, svosem barsmíðar lögreglumanna og Nelson Mandela þegar hann var frelsaður. Sjálfur var ég mjög ánægður að sjá hvernig manninum var fyrigefið svona auðveldlega af fanganum, en eins og Nelson Mandela sagði: “The only way to be truly free is to forgive”. Ég endilega hvet alla til að sjá þessa mynd og allra síst ekki gleyma þessum hræðilega tíma, sem er betur fer liðinn hjá.
Thank you very nice
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”