Jæja ég er nú ennþá í L.A og fór á myndina Zodiac
Hver man ekki eftir David Fincher? Hann er leikstjóri sem r þekktur fyrir stíl og sumir segja að hann sé líkur Hitchcock eða Stanley Kubrick. Ég ætla aðeins að fjalla um myndir hans áður en ég tala um þá nýju Zodiac.
Hver man ekki eftir Aliens3 (ég veit að 3 á að vera uppi en kann ekki að gera) Það var framhald af Alien og Aliens en Ridley Scott og James Cameroon gerður þær. Þessi mynd er flott en ekki jafn góð og Aliens sem ér mín besta.
Svo kom að Se7en en hún fjallar um fjöldamorðingja sem er með töluna 7 á heilanum og varð þessi mynd fræg fyrir að hafa mikið ofbeldi og hræða
Seinna kom mín uppáhalds -myndin um Tyler Durden - Figh CLub sem margir segja vera bestu mynd sem gerð hefur verið - sannkallað meistaraverk og óvænt en vil ekki skemma :=)
og þá var það Panic Room en ég sá hana ekki en hef heyrt að hún sé mjög góð.
En þá er röðin að Zodiac - ég hlakkaði mikið til að sjá hana enda hugsaði ég vá maðurinn sem gerði Fight Club hlýtur að skemmta mér svo ég bara skelli mér ´bíó!
og þá var ég kominn í bíó.
OK myndin er mjög flott og ótrúleg spenna sem hræðir! Maður sér hvernig lögregla reynir að finna þann morðingja (Zodiac) sem er að hræða alla í borginni og myndin sýnir það mest.
Þessi mynd er flott og góð sérstaklega fyrir þá sem vilja sjá góðar myndir en ekki bara spennu eða hasar eða stelpur. En Fincher kann þó að bregða þegar hann þarf og enginn mun fara heim án þessa að kalt vatn renni milli skinn og hörund.
Næst ætlar Fincher að gra mynd með Brad Pitt og það verður gaman að sjæa hvort hann verður jafn klikkaður og í Fight Club eða hvort það verður alveg nýr stíll?
Zodiac fjóra stjörnur.