Hvað er að fólki!!!!!
Ég var að horfa á Edduna í gær og ég varð fyrir sárum vonbrigðum. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er hlynntur því að þessi verðlaun séu veitt, því að ég tel að það sé bara af hinu góða að veita því sem vel er gert verðlaun.
En svo ég taki bara út Edduna í heild sinni að þá verð ég fyrst að nefna það að það var alltof mikið að mistökum, samanber að þegar kynnarnir voru að tala sín á milli að þá heyrðist alltaf pískrið í þeim, þau voru ekki viss hver ætti að tala eða hvenar. Síðan var það eitt sem fór í taugarnar á mér og það var það að hvað fólkið sem var fengið til að afhenda verðlaunin voru alltaf að reyna að vera fyndin og mistókst það eiginlega alltaf.
En þá er komið að verðlaunaafhendingunni sjálfri.Besti leikstjórinn var Ágúst Guðmundsson fyrir myndina Mávahlátur, til hamingju með það, en hann hlaut einnig verðlaun fyrir besta handritið en eins og hann benti réttilega á að þá átti höfundur bókarinnar stærri hlut í handritinu en hann. Besta leikkona í Aðalhlutv. Margrét Vilhjálmsdóttir, til hamingju en mér er spurn afhverju ekki Ugla Egilsdóttir en það eru flest allir sammála um það að hún hefði átt að vinna þessi verðlaun og er mér spurn hvort að þessi akademía hafði ekki þorað að verðlauna unga og ólærða stelpu og ákveðið þess í stað að verðlauna manneskju sem hefur gengið í gegnum skóla og hefur leikið heilmikið áður, ég bara spyr.
En núna skýt ég mig reyndar að einhverju leyti í fótinn því að sá sem hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki karla var maður sem ekki hefur lært leiklist, en munurinn er sá að hann er einn vinsælasti skemmtikraftur íslands í dag og það er Jón Gnarr, til hamingju með það.
En ég ætla ekki að telja upp öll þau verðlaun sem voru veitt, heldur aðeins þau sem fóru í mig eða ég varð sammála og það sem ég var mjög ósammála og ekki ánægður með að það var valið á sjónvarpsþætti ársins, MÓSAÍK hvað er að fólki, þetta er eins sá leiðinlegasti þáttur sem ég hef séð í sjónvarpi fyrir utan kannski einna helst maður er nefndur. Sá þáttur sem hefði átt að sigra var Tantra þótt að ég hafði ekki neitt sérstaklega gaman af þeim þætti að þá er hann betri og skemmtilegri en MÓSAÍK.
En það að verðlauna Ómar Ragnarsson er algjör snilld og á hann það mjög skilið og ég þarf ekkert að útskýra það frekar, það að veita Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Keld heiðursverðlaun er líka mjög gott framtak.
En nú læt ég þetta duga að sinni og hætti með þeim orðum sem beinast að akademíunni, að ef þið viljið að fólk taki mark á þessum verðlaunum að þá endilega gerið betur næst, lagfærið mistök og gerið betur næst, og verðlaunið þá þau sem eiga það skilið.
Eða hvað finnst ykkur????
PS: Finnst ykkur ekki skrítið að formaður nefndar Edduverðlaunanna Ásgrímur Sverrisson sé leikstjóri mynda sem tilfenefnd er í tveim eða þrem flokkum og gerði þar með út um möguleikana fyrir þá mynd að gera einhverjar rósir, en þetta var myndin Villiljós og ég verð að bæta því við að þar átti Björn Jörundur að vinna fyrir besta leik í aukahlutv. ekki Hilmir Snær en þá komum við aftur að því að velja fólk sem er búið að læra og þau sem ekki eru búinn að læra