Seinastu laugardagsnótt ákvað ég að fara á óvissu sýningu í Laugarásbíó þar sem að ég vonaðist til þess að sjá Zoolander eða The One, en <B>ekki</B> Good Advice þar sem að hún sýnidist vera bara ein önnur rómantísk bull mynd eins og What Women want eða You've got Mail, eitthvað í þá áttina. Og ekki var ég vongóðari þegar að á hvíta tjaldinu birtist engin önnur nema Good Advice!
Og eins og óánægjan í salnum lét sitt ljós skína þá batnaði ástandið alls ekki. En ég ákvað að umbera hana í staðin fyrir að labba út úr salnum og eyða 800 krónum í ekki neitt. Sem að ég sé alls ekki eftir vegna þess að þessi mynd er frábær.

Hér á eftir kemur spoiler en ekkert til þess að æsa sig yfir (enda er myndin dáldið fyrirsjáanleg :))
Í stuttu máli fjallar sagan Ray (leikin af Charlie Sheen) sem að er í bryjun myndarinnar auðugur verðbréfasali á Wall Street sem að á nánast allt sem að hugurinn girnist.Hann er ríkur og á öll flottustu fötin, flottasta úrið og öll flottustu húsgögnin sem að auðvitað eru í flottustu íbúðinni. Hann á í ástarsambandi við fallega konu og hann er í alvarlegu sambandi við aðra. Hann lítur svo á það að hann gæti ekki beðið um meira. En svo kemur fallið hann tekur ráð sem að hann heyrir frá því sem að hann telur vera traustum manni og setur hlutabréf sín og viðskiptavina sinna á þetta ráð. En eins og í öllum Hollywood myndum að þá þarf maður að falla og það frá háum stað til þess að öðlast sanna hamingju. Eftir að hann er rekinn fyrir að kosta fyritæki sitt tugi milljóni dala þá er hann rekinn og kærasta hans, Cindy, fer frá honum (leikin af Denise Richards). Allt virðist glatað þegar að hann grípur tækifæri á að skrifa dálk í dagblað undir nafni fyrrverandi kærustu hans. Dálkurinn sem að átti að taka af blaðinu fær óvæntar vinsældir og þaðan af því fer allt að ganga í haginn (eins og góðri Hollywood sæmir).

En jafnvel þótt að þetta hljómi illa að þá kom myndin mér virkilega á óvart og er hún vel þess virði að fara á. Hún er með húmor sem að maður býst ekki við og skýtur hann upp kollinum á óvæntustu stundum (svo að ég nefni nú bara gjörninginn)
Myndin er leikin af Charlie Sheen, Denise Richards, Jon Lovits, Rosanne Arquette og Angie Harmon og öll stóðu þau sig með stakri prýði.
Ég mæli vel með því að allir fari að sjá þessa mynd þegar að hún kemur í bíó í kvikmynda hús og skemmti sér vel yfir vitleysunni í öllu þessu.
Ég gef þessari mynd ***1/2 - *****
—————————-