Reservoir Dogs er kvikmynd frá árinu 1992 og getur þarmeð talist nokkuð gömul mynd en þótt gömul sé er myndin algjör gullmoli.
Myndinni er leykstýrt af umdeilda kvikmyndagerðamanninum Quentin Tarantino (Pulp Fiction, Kill Bill) og skrifar hann einnig handritið ef ég man rétt og þetta er einnig fyrsta kvikmynd hans sem leikstjóra og þykir mörgum hún vera sú besta. Í helstu hlutverkum eru: Harvey Keitel, Tim Roth, Michael Madsen, Chris Penn og Steve Buscemi.
Myndin gerist að mestu leyti í yfirgefnu vöruhúsi og fjallar hún um hóp ókunnugra glæpamanna sem ákveða að fremja saman vopnað rán sem mistekst all svaðalega. Glæpahópurinn sundrast eftir ránið og telja þeir svikara vera í hópnum, margir í hópnum deyja og þeir sem eftir eru grunar hvern annan stórlega, Mr. White (Keitel) hefur alvarlegt ofsóknarbrjálæði fyrir Mr. Blonde (Madsen) og þykir afar vænt um Mr. Orange (Roth) sem er nú reyndar annað en hann þykist vera. Mr. Pink (Buscemi) er sjálfselskur sem hugsar aðeins um sjálfan sig og telur sig vera eina atvinnumannin í þessum bransa. En ránið fer semsagt stórlega úrskeiðis og þurfa þeir sem eftir eru lifandi að finna út hver svikarinn er og hvað fór úrskeiðis og hvað ekki…
Þessi mynd er gott dæmi um það að það sé hægt að gera snilldarmynd úr engu, ég á við að það er í raun enginn almennilegur söguþráður í myndinni heldur bara um rán sem misheppnast og afleiðingar þess, þessi mynd hefur áreiðanlega ekki kostað mikið en þótt þetta virðist allt svona lítið þá er myndin samt algjör snilld.
Myndin er einnig frábærlega leikin og er bara ágætlega vel valið í hlutverkin, Harvey Keitel skilar að sjálfsögðu sínu, Tim Roth hefur mér alltaf fundist ekkert spes leikari en hann leysir þetta verkefni ágætlega. Michael Madsen fannst mér standa sig best sem sadistinn Mr. Blonde/Vic Vega og er hann mjög þéttur í löggu-píningar-atriðinu, eða “the ear-cutting scene“ sem er einnig frægasta atriði myndarinnar.
Handritið er einnig vel skrifað eins og vaninn er í myndunum hans Tarantino. Ótrúlegt en satt, vann þessi mynd engin óskarsverðlaun og var ekki einu sinni tilnefnd, að því leyti er hún vanmetin finnst mér en þetta er svona underground mynd sem verður kannski ekkert það vinsæl en er samt algjör snilld sem glæpamynd.
En í heildina séð þá skilar þessi mynd alveg sínu, þetta er ekta glæpamynd með svölum karakterum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Þessi mynd er líka vel leykstýrð og vel útpæld og fín hugsun á bak við hana. Það má segja að Pulp Fiction sé óbeint framhald af þessari mynd, það hefur allavega leikstjórinn sjálfur, Quentin Tarantino sagt og einnig hefur hann sagt að Vic Vega í þessari mynd hafi verið bróðir Vincent Vega í Pulp Fiction, en þetta eru báðar myndir af svipuðu tagi.
En niðurstaðan er semsagt sú að myndin er góð í flestalla staði og sýnir svona týpiskt glæpalíf í Bandaríkjunum sem oft er gaman að sjá og hugsa út í. En þetta er bara mynd sem allir ættu að sjá ef þeir hafa ekki séð hana og fær hún nánast fullt hús hjá mér.
****/*****