Í enda febrúar skellti ég mér á kvikmyndina The Number 23 með uppáhalds leikaranum mínum í aðalhlutverki, honum Jim Carrey. Einsog nafnið á myndinni gefur kannski til kynna fjallar hún um töluna 23. Eftir myndina hefur fólk orðið óþarflega „obsessed” af þessari tölu. Ég ætla aðeins að fjalla um þetta..
Fernley Phillips (sem skrifaði handritið að myndinni) á hrós skilið fyrir stórskemmtilega hugmynd í sambandi við töluna 23. Í byrjun myndarinnar kom heill hellingur af staðreyndum um töluna og var það skuggalega mikið. Nefni sem dæmi 9/11 sem allir vita hvað er, 09.11.2001 = 9 + 11 + 2 + 1 = 23. Sem sagt ef við leggjum saman allar tölurnar á dagsetningunni á þessum hryllilega atburði kemur talan 23 út! Einnig var minnst á fleira sem ég ekki man nægilega vel eftir.
Það sem er merkilegt við þessa tölu er það að hún kemur svo oft fyrir í okkar daglega lífi. Fyrir utan það að ég eigi afmæli þann 23. ágúst þá hefur hún oft „plobbsað” upp hér og þar. Ég vill nú samt meina að um einstaka tilviljanir sé að ræða enda væri fólk ekki að pæla svona mikið í tölunni eða tæki ekki svona mikið eftir henni miðað við áður ef þau hefðu ekki séð myndina. Sjálfur hef ég lent í þessu og finnst mér þetta bara frekar skondið. Segjum sem svo að þetta hefði verið önnur tala, kannski 21, við hefðum getað fundið út allskyns drasl í sambandi við hana einsog 23 til dæmis. Eða hvað?
Ég ætla að nefna hér nokkur dæmi hvernig ég hef upplifað töluna 23 eftir að ég sá þessa umdeildu mynd. Í fyrsta lagi á ég afmæli þann 23 ágúst sem er mjög skemmtilegt. Sama dag árið 1994 kom út uppáhalds diskurinn minn „Grace” með Jeff Buckley. Fyrir utan daginn 23. ágúst þá kemur talan 23 út ef við leggjum tölustafina í 1994 saman! Oft er ég lít á klukkuna (fyrir utan það þegar hún er ellefu að kvöldi (23:00 – 23:59) er hún stundum gengin 23 mínútur yfir eitthvern tíma. Ingibjörg skellti sér með mér á myndina og er hún kom heim og „signaði” sig inná msn voru e-mailin hennar orðin 23 talsins. Einnig var hún með msn nikk sem á stóð “True friendship never ends”, ef maður telur bókstafina í því þá eru þeir alls 23. Það var smá happdrætti á kosningadegi NMK núna í vikunni og ég dró miða hjá Hyrti sem var bjóða sig fram sem ritara. Viti menn, ég dró miða með tölunni 234 á. Síðan var vinafjöldinn minn á Myspace allt í einu kominn uppí 223! Guð minn góður, þetta er endalaust! Fleiri dæmum kem ég ekki fyrir mig í augnablikinu en sjálfur veit ég að þau eru og hafa verið fleiri.
Það er aðeins ein önnur kvikmynd (sem ég man eftir) sem hefur haft svipuð áhrif og The Number 23 hefur haft á sumt fólk sem ég þekki. Það var myndin „The Exorxism of Emily Rose” sem sumir ættu að kannast við frá árinu 2005. Þar kom fram að djöflarnir færu alltaf á stjá er klukkan sló 03:00 að nóttu og sat það lengi inní höfðinu á mér eftir myndina, sérstaklega þar sem ég er smávegis myrkfælinn. Passaði alltaf uppá það að vera sofnaður fyrir þrjú og vonandi ekki vakna á slaginu þrjú en auðvitað er ekki hjá því komist! Eina nóttina er ég var eitthvað í tölvunni heyrði ég skringilegt suð í sjónvarpinu mínu sem vakti hjá mér athygli vegna þess að það var slökkt á því. Hljóðið var örlítið suð sem kemur þegar maður er búinn að kveikja á sjónvarpinu og ýtir á eitthverja stöð og sjónvarpið er að opna stöðina (vonandi skilur mig eitthver). Tegund sjónvarpsins er United ef eitthver er eitthvað nærri. Er ég leit á klukkuna sló hún nákvæmlega 03:00! Ég get ekki lýst tilfinningum mínum en um æðarnar rann ískalt blóð og ég byrjaði að skjálfa!