—
Vinsælasta stjörnugjöfin hjá gagnrýnendum í dag eru 1-5 heilar stjörnur (sumir nota 0 líka). En það þýðir ekki að 5/5 sé jafnt og 10/10, hvað þá 100/100 (þótt stærðfræðiega séð sé það þannig) - Vilja því sumir meina að ef mynd fær fullt hús stiga að þetta sé með betri myndum sem gerð hefur verið. Það er alrangt, því þá væri hægt að segja að ef menn notuðu þessar tölur; 0/1 & 1/1 sem störnugjöf, að 1/1 ætti að toppa marga kvikmyndalista.
Eftirfarandi myndir fengu 5/5 í síðustu grein minni:
- King Kong
- Brokeback Mountain
- Munich
- A Prairie Home Companion
- The Three Burials of Melquiades Estrada
- An Inconvenient Truth
Ef ég ætti að búa til minn Topp 250 lista væri engin af þessum myndum þar.
Ein af mínum uppáhalds kvikmyndum, Lawrence of Arabia, fær pottþétt 5/5 í minni bók. Einnig 10/10 og 100/100. Vissulega er 5/5 það sama og 1.000.000/1.000.000 en þó myndi ég ekki gefa myndinni milljón stjörnur, af milljón mögulegum – engin mynd myndi fá þá einkunn.
1 Stjarna: Virkilega slæm
2 Stjörnur: Slæm
3 Stjörnur: Fín/Ágæt
4 Stjörnur: Mjög Góð
5 Stjörnur: Frábær
The Anonymous Donor