Exit Wounds er eins og flestir á þessu áhugamáli vita nýjasta mynd gamlingjans Steven Segal. Þetta er hin týpíska Segal mynd þar sem að hann leikur löggu sem þarf að vera refsað fyrir að bjarga varaforseta Bandaríkjanna.(hvers vegna í andskotanum að drepa þann mann)Hann er sem sagt sendur í svona ,,sjitthól"(afsakið frönskuna hjá mér)hinumeginn í borginni og lendir þar á námskeiði til að stjórna reiði sinni og gengur það upp og niður og svo sér hann að hann þarf að taka til á götunumog lemja alla ljótu kallana.


ÞIÐ SEM HAFIÐ EKKI SÉÐ MYNDINA SKULUÐ HÆTTA AÐ LESA NÚNA ÞVÍ HÉR KÉMUR SMÁ SPOILER.

Nú myndin er ekki gallalaus þrátt fyrir að vera hans besta mynd í langan tíma. Steven gamli er orðinn soldið gamall en hann fær hjálp frá ekki ómerkari manni en DMX sem átti ábyggilega sinn þátt í gróða myndarinnar.
Segal er góður að vanda en hann slæst aðeins minna í þessari mynd heldur en hinum myndum sínum.
DMX er alveg rosalega flottur í sínu hlutverki og skilar sínu vel.

Í enda myndarinnar getur maður séð mjög óraunverulegt atriði þar sem þyrla spilltu löggunar festir stigann í litlu frárennsliröri eða því um líkt og kemst ekki áfram og hrapar á endanum.
Segal getur gert ágætar myndir en svona smáatriði verður að laga.
Allt í allt þá er þetta fín mynd og kanski er hann að komast á beinu brautina.

***/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.