Jæja, nú er best að reyna að standa undir nafni og koma við
kauninn á einhverjum. Ef það er eitthvað sem getur skapað
líflegar umræður þá er það illt umtal, svo að ég ætla að setja
hér upp lítinn topp fimm lista yfir ömurlegustu myndir sem ég
hef séð. N.B. inn á þennan lista komast engar ömurlegar
B-myndir eða sjónvarpsmyndir sem enginn hefur heyrt af,
aðeins stórmyndir. Það er von mín og trú að einhverjir taki
þetta óstinnt upp og skammi mig fyrir, persónulegt skítkast
væri vel þegið. Nú, svo geta menn auðvitað sett sinn eigin
lista inn, en minn er auðvitað hinn eini rétti.
No. 1 - Titanic.
Mikill harmleikur og þar á ég ekki við ófarir aðalsöguhetjanna
sem áttu allt illt skilið, heldur er ég að hugsa um alla
peningana sem var sóað í þetta rusl. Hálfvitinn James
Cameron heldur að hann sé að búa til meistarastykki, en það
inniheldur enga sögu, aðeins yfirkeyrða melódramatík, sem
er álíka trúverðug og Clinton (I did not have sexual relations
with that woman!). Sykurdrullan flæðir út um allt og einhvern
veginn virðist leikstjórinn álíta að myndin sé það innihaldsrík
að hún þoli sýningartíma upp á tvo og hálfan klukkutíma. Ég
sat í bíóinu og virkilega pældi í því hvort ég gæti einhvern
veginn hefnt mín á Cameron fyrir að gera mér þetta. Ég hefði
farið út ef ég hefði ekki verið með vinum mínum og haldið
mestallan tímann að myndin væri alveg að verða búin.
Kommon, þau voru komin í sjóinn og alveg að drukkna - nú
hlýtur þetta að fara að verða búið, en nei - fyrst þurftu þau að
svamla og væla í hálftíma. Jæja, eyðum ekki meiri orðum á
þessa ógeðfelldu mynd.
No. 2 - Cinema Paradiso
Það er alveg merkilegt hvað menninarsnobbliðið er
grunnhyggið. Einhverjum nostalgíuþjáðum
kvikmyndagagnrýnendum tókst að pranga því upp á
menningarelítuna að þetta væri einhver svaka bíóupplifun.
Söguþráðurinn er: Strákur í litlu þorpi fer oft á bíó og finnst
svaka gaman - flytur út í heim og gleymir gleðinni - kemur aftur
og fer á nostalgíutripp. Vakniði! Þetta er heimskulegt og
innihaldslaust nostalgíutripp. Hámark dellunnar var atriði þar
sem gamli vinalegi kallinn færir sýningarvélina og beinir
myndinni að stórum berum vegg úti á torginu svo að fleiri geti
séð. Helvíti góður autofókus á vélinni! Einhver ætti að berja
þennan lúða með sýningarvélinni.
No. 3 - Contact.
Þetta átti að vera svo ofboðslega gáfulegt - aðeins Könum
gæti dottið í hug að heimsk vella sé gáfuleg. Byrjunaratriðið
sagði það allt, maður var búinn að ná hugmyndinni eftir
nokkrar sekúndur, en auðvitað þurfti að láta það teygjast
gjörsamlega út í hið óendanlega, eins og síðan myndina
sjálfa. Og endirinn! Var það virkilega aðeins einn maður af
öllum þessum snillingum og sérfræðingum sem fattaði að
upptökutækið hefði gengið í 20 mínútur? Það er ekkert
aumara en draslmynd sem heldur að hún sé mikilvæg.
No. 4 - Star Trek
Þar er ég að tala um fyrstu myndina. Ég sá hana fyrir löngu
síðan og man afar lítið eftir henni, sem segir eitthvað um
hversu eftirminnileg hún er, en það sem ég man er þetta:
Helmingurinn af myndinni fór í atriði þar sem geimskipið var
að fara inn að einhverri plánetu (ef ég man rétt) og fór í
gegnum lag eftir lag af skýjaþokum og grúví litbrigðum. GET
ON WITH IT! But they didn't.
No. 5 - Close Encounters of the Third Kind
Í rauninni sama vandamál og Star Trek, nema hér var það
geimveruskip að lenda á jörðinni, og var hálftíma að því.
Senan var einhvern veginn svona: Ein og hálf mínúta af
geimskipi á hægri niðurleið. Ein mínúta af Richar Dreyfuss
með lotningarsvip á andlitinu. Tvær mínútur af geimskipi á
hægri niðurleið. Hálf mínúta af einhverjum öðrum lúðu með
lotningarsvip á andlitinu. o.s.frv. þangað til ég var farinn að
fantasera um og æða inn á skriðdreka og skjóta þetta helvítis
geimskip í spað.
Jæja, látið mig hafa það óþvegið!
Be Evil!