The Boondock Saints Jæja ég átti að gera ritgerð og mátti ráða um hvað skrifað væri. Mér datt í hug að skrifa um The Boondock saints sem er frábær mynd og án efa nær top3 hjá mér. Fékk smá hjálp frá bróðir mínum (Svenni1986).

Enjoy :)


The Boondock Saints er spennu, glæpa og drama mynd sem var skrifuð og leikstýrð af Troy Duff. Kvikmyndastjörnunar Sean Patrick Flanery og Norman Reedus sem leika tvíbura sem heita Conner og Murphy. Þeir trúa því að þeir eru í sendiför frá Guði, að guð hafi sent þá til þess að drepa alla vonda menn í Boston borg. “The Funny Man” sem var leikinn af leikaranum David Della Rocco slæst í för með þeim, þar fara þeir þrír að losa borgina við alla þá vondu menn sem þar finnast. Á meðan þeir taka af lífi alla þá vondu menn sem eru í borginni er rannsóknar lögrelga frá F.B.I að nafni Paul Smecker, leikinn af Willem Dafoe. Sem fer einmitt á kostum sem samkynhneigður rannsóknarlögreglumaður og hefði átt Óskarinn skilið fyrir frammistöðu sína.


Troy Duffy skrifaði þessa mynd útfrá hans persónulegri reynslu sinni í veröldinni í kringum sig, fréttum og greinum í blöðum svo líka þegar hann sá lík dauðra konu verið borið út úr eiturlyfjabæli. Honum datt í hug að gera þrjár persónur að nafni Conner, Murphy og Funny Man sem áttu að losa sig við alla vondu menn í Boston.



Hér fyrir neðan kemur örlítill söguþráður úr myndinni.
Myndin byrjar á því að tvíburarnir Connor og Murphy eru í messu. Bræðurnir báðir eru guðræknir Kaþólikar.
Meðan bræðurnir halda uppá St. Patrick’s Day(sem er Írskur hátiðisdagur) með nokkrum félögum sínum, koma inn þrír rússnenskir mafíósar inná barinn og sögðu öllum að fara út, annað vildu félagarnir á barnum og ákváðu að vísa rússunum á dyr. Tvíburarnir eru í essinu sínu í útburðinum. Næsta dag koma tveir af þremur af rússunum heim til Connor og Murphy og ætla að sækja hefnda sinna. Enn á endanum deyja rússarnir og segja tvíburarnir að þessi tvö morð höfðu verið í sjálfsvörn.



Þá kemur FBI leynilögreglu maðurinn Paul Smacker inní þetta allt og er hann settur í að ransaka þetta dularfulla mál. Kemur hann svo með tillöguna að þetta hafi ekki verið planað morð heldur bara sjáfsvörn.




Á meðan þessu stendur eru Connor og Murphy á leiðinni uppá lögreglustöðina og seigja þeim hvað gerðist. Þeir gera það og fá að fara. Enn vilja samnt vera eina nótt í steininum, til að komast fram hjá fjölmiðlum. Á meðan þeir sofa dreymir þá báða Guð byrtast þeim og segja þeim að fara drepa alla þá vondu menn sem finnast í Boston Borg. Þeir fylgja svo þessum draum og fá í lið með sér The Funny Man og svo líka nokkur skotvopn. Halda þeir svo á stað í að taka af lífi þá vondu menn sem að finnast í Boston.






Þessi mynd er sankallað meistarastykki. Hún fær mann til þess að hugsa hvort maður eigi sjálfur að grípa til dómstóla götunnar. Spurning hvort að löggæslan á Íslandi sé að standa sig eða ekki?