Ég fór í bíó í fyrsta skipti áðan í langan tíma og var 300 fyrir valinu og man ég af hverju ég fer svona sjaldan í bíó. Það sem einkenndi þessi mynd var að annað hvert orð sem var sagt var eitthvað líkt og “heiður, sigur, hugrekki eða frelsi” sem gerðu samtölin frekar innihaldslaus. Ef ekki var verið að tala um það var skotið inn kaldhæðni á einn eða annan hátt sem átti að fá mann til að hugsa hvað þessir gaurar væru svalir.
Annað sem mér fannst skrýtið er hversu margar persónur og verur sem komu fram minntu á úr öðrum myndum. Lítið aumkunvert skrímsli elti herinn sem sem fékk mann til að hugsa um Gollum úr LOTR og voru líka margar aðrar verur sem börðust gegn Spartverjum virtust ver teknar úr þeim myndum. Spámenn sem konungurinn talar við minntu mig á keisarann úr Star Wars.
Svo þegar leið á myndina varð hún ýktari og varð að svona formúlu ævintýramynd. Ég er samt ekki að segja að það hafi verið einhver pína að sitja og horfa á þetta og gat maður skemmt sér mjög yfir hvað margt var fáranlegt enda voru margir sem hlógu mikið í kringum mig. Myndin er vissulega flott og ef maður vill bara sjá “flotta” mynd þá er um gera að skella sér á 300. Bardagarnir eru hins vegar nákvæmlega eins og flestir sem maður sér í öðrum myndum og er fyndið að sjá hve mikið svona “slow motion” atriði eru nauðguð.
Maður á kannski ekki að búast við miklu enda er myndin byggð á teiknimyndasögum sem eru örugglega ekkert skárri en myndin sjálf.
Niðurstaða: Gott á augun, rusl fyrir hugann. Tvær sjörnur af 5.
If at first you don't succeed, then skydiving is definitely not for you.