300 (2007) 300

Jæja, nýkominn af “300”, annari myndasögu Frank Millers til að rata á hvíta tjaldið. Fyrri myndin, Sin City, kom einstaklega vel út sem bíómynd og spurningin er: er 300 jafngóð? Allavega var ég sáttur.

300 byggir á samnefndri myndasögu sem byggir á því sem orðið er þjóðsaga: þegar 300 Spartverjar ásamt nokkrum öðrum börðust á móti ofurefli Persneska heimsveldisins í bardaga sem er nú þekktur sem bardaginn við Thermopylae. Talið er að þessir 300 menn hafi haldið út í 3 daga áður á móti 100.000-500.000 andstæðingum. Þrátt fyrir að hafa tapað þá hjálpaði þessi bardagi grikkjum mikið og veitti þeim von um að hægt væri að sigra hina grýðarstóra herafla Persa.

Myndin er gróflega byggð á þessum atburðum og svoldið ýkt, en hún sýnir þetta frá sjónarhóli Leonidas, konungs Spörtu. Þegar hann fær fréttir af komandi árás vill hann undireins kalla saman heri Spörtu til stríðs. En sökum spillingar og græðgi fær hann ekki leyfi til þess og tekur hann þá 300 bestu hermenn sína í það sem kallar “gönguferð”. Það sem fylgir er magnaður (og ofbeldisfullur) bardagi. Auk þess er hliðarsaga þar sem kona Leonidas, Gorgo, reynir að sannfæra yfirvöld Spörtu um að senda heri sína á vettfang.

Þar sem söguþráður myndarinnar verður ekki mikið flóknari en þetta finnst mörgum þetta vafalaust heldur rýrt. Þó er samband Leonidas og Gorgo skemmtilega sett fram og Gorgo sjálf er ekki hin týpíska hollywood kvennpersóna sem ekkert getur gert heldur sem sterk og virðuleg kona sem reynir að koma fyrir vitinu í þingi landsins (með heldur óvirðulegum hætti en hún bætir upp fyrir það). Verst er að lítið er farið út í hermennina sjálfa fyrir utan feðga sem eiga sín atriði.

Eitt sem ég vill benda á er að bardagataktík Spartverja er gerð góð skil hér. Einnig er búnaður þeirra raunverulegur; spjót, stór skjöldur og sverð auk hjálmanna.

Leikurinn í myndini er yfirhöfuð fínn og lítið hægt að kvarta undan “íslandsvininum” Gerard Butler, sem öskrar líkt og ljón á völdum köflum. Lena Headey er sömuleiðis fínn (og má þess geta að hún er að fara að leika Söruh Connor í þáttum sem byggðir eru á The Terminator)

Eins og Sin city er 300 tekinn upp að mestu leiti með bláskjá. Þ.e.a.s. allt umhverfi tölvuteiknað. Þessi aðferð virkar vel hér og er áberandi hve mikið þessari tækni hefur fleytt fram á síðustu árum. Þótt hún ekki í svarthvítu er hún aðeins öðruvísi en hefðbundnar myndir hvað varðar lit en það eykur mikið stílinn.

Og svo að lokum má nefna tónlistina. Leikstjórinn Zack Snyder var með greinilega með á hreinu hvaða tónlist hann vildi. Oft skiptir á milli epískrar tónlistar og þungarokks og getur maður ekki annað en dáðst að henni oft a köflum.

Margir hafa mótmælt hvernig Persar eru túlkaðir í myndinni. Hinir hálf-djöfullegu Persar eiga lítið skillt við fyrirmynd sína og vilja margir meina að myndinn sé með rasisma gegn svörtum og fólki frá miðausturlöndum. Ég get svosem skilið þær ásakanir en samt held ég að ekki ætti að taka þessa mynd alvarlega í þessum efnum. Hún er ekki ætluð sem áróðursmynd né heimildarmynd heldur sem hasarmynd með stíl. Punktur og pasta!

Niðurstaða:
300 er kannski ekki með mikinn söguþráð en hún bætir það upp með úrvalstæknibrellum, bardagatriðum sem eiga eftir lifa lengi í minnum og magnaðri tónlist. Ef njóta skal hennar til fulls er mælt með ferð í bíó.

4 stjörnur af 5 mögulegum.

300 á IMDB
300 á Wikipedia

(Fyrsta grein mín á huga, vona að hún sé ásættanleg)