Í kvikmyndum eru oft persónur sem maður tekur sérstaklega eftir, hvort sem þær eru slæmar, fallegar, svalar, harðar o.s.frv og það er einmitt það sem þessi grein mun fjalla um, þe. um mínar persónur sem ég er ánægðastur með í ákveðnum kvikmyndum og hér að neðan tel ég þær upp og skrifa dálítið um hverja og eina. Einnig vil ég taka fram að ég mun segja ýmislegt um örlög persónunnar eða hvert hlutverk hennar er o.s.frv, svo að þetta gæti innihaldið dálitla spoilera…
#1 Jack Torrance (The Shining)
Þessi persóna er ein sú skemmtilegasta, það einkennir hann sérstaklega að hann er ótrúlega vel leikin af meistara Jack Nickolson.
Persónan er fyndin á svona sérstakan hátt, verður snarbrjálaður í endann á myndinni og reynir að myrða fjölskyldu sína. Jack Torrance er semsagt rithöfundur sem tekur að sér hóetl sem er einangrað út í sveit, hótelið hefur áhrif á hann og gerir hann sturlaðan…
#2 Vincent Vega (Pulp Fiction)
Þessi persóna er líka ein sú svalasta, þetta er aðalkarakterin úr hinni frægu mynd Tarantino's og er leikin snilldarlega af John Travolta.
Persónan er náttúrulega alger glæpamaður eins og þeir vita sem séð hafa myndina, og er með sinn sérstaka húmor.
Sagan um hann er aðallega um glæpalíf hans í Bandaríkjunum og sýnir einnig vandamál hans og kosti og galla, einstaklega flott dansatriðið með honum í myndinni enda er leikarinn frægur fyrir dans.
T-800 (The Terminator 1/2/3)
Það er vöðvafjallið sem túlkar þennan svakalega karakter. Þessi karkter er algjör snilld, bæði hvað hann er fyndinn og hvað hann er svalur og vel leikin af Schwarzenegger, hann er svona nokkurveginn hetja en samt ekki, hann á mörg skemmtileg gullkorn úr myndunum td. “I'll be back”, “Hastala vista, baby”, “I need your clothes, your boots & your motorcykle” o.s.frv.
Hann er semsagt vélmenni sem sent er aftur í tímann til að verja John Connor sem mun verða eina von mannkynsins í framtíðinni og er missionið hans að vernda hann…
#4 William Wallace (Braveheart)
Þessi er líka alger snilld, snilldarlega leikin af Mel Gibson og í geðveikri mynd. Karakterinn er flott túlkaður, ótrúlega flottir bardagarnir með honum og góður persónuleiki, þetta er hin týpíska hetja sem maður sér í góðum myndum.
Saga hans er þannig að þegar kona hans er myrt á hrottalegan hátt, stofnar hann uppreisnarbandalag gegn Englendingum og berst fyrir sjálfstæði Skotlands. Bardaginn í myndinni við Stirling er eitt það flottasta bardagaatriði sem ég hef séð og þar sýnir hann hæfileika sýna, hreint mögnuð persóna.
Svo endaatriðið með pyntingarbekkinn, ótrúlegt atriði, stoltið og hugrekkið sem kemur fram er hreint út sagt grátlegt og þegar hann öskrar ‘Freeedooooooooooom!!!!’ er bara hreint magnað.
#5 Forrest Gump (Forrest Gump)
Þetta er ein heppnasta og krúttlegasta persóna sem kvikmynduð hefur verið, hann er líka leikin vel af meistara Tom Hanks, myndin er líka lagjör snilld þó sumir telji hana ofmetna, mér finnst hún snilld.
Sagan um Forrest er að hann er seinþroska einfeldingur meðlága greind, en svo fer honum að ganga allt í haginn og allt er það á heppni og endar á því að hann verður algjör milljarðamæringur, hrein snilldarpersóna…
Þetta eru þær persónur sem mér þykja skemmtilegastar, einnig eru allar þessar myndir snilld með þessum persónum. Þetta eru allt mínar skoðanir so, don't fuck with it, en bara enjoy og endilega komið með ykkar skoðanir:D…