The One er nýjasta mynd Jet Li’s stútfull af Hraða/Spennu og Hasari.Ég tek það fram að það er ekki sniðugt að lesa um hvað myndin fjallar því það kemur í ljós dáldið seint í myndinni um hvað hún fjallar líkt og The Matrix þannig að ég mæli eindregið með því að þið sleppið því að lesa það heldur skoða bara næsta efnislið. Taglienið á imdb segir í raunini um hvað myndin fjallar þannig að ekki skoða það heldur.
—The One gengur út á það að það eru margar víddir til í heiminum, margir ég og margir þú. Í einum af þessum víddum hefur tækninni farið fram á hraðari veg en í hinum víddunum og í þeirri vídd hefur verið fundið upp “Víddar flakkari” það er að segja að vél sem gerir mönnum kleift að ferðast á milli vídda. Yulaw (Jet li) kemst yfir búnaðinn til að ferðast á milli víddana og byrjar að drepa sjálfan sig í öllum víddum því orkuflæðið milli víddana deilist á alla Yulaw persónunar og ef einn deyr þá fá hinir kraftinn hans og þar af leiðandi verða þeir sterkari, hraðari ef eitthvað sé nefnt. Yulaw á aðeins eftir að drepa Gabriel (Jet li í aðrari vídd) og þá verður hann kröftugasti maðurinn í alheiminum en Gabriel er með sömu krafta og Yulaw og ætlar hann ekki að gefa líf sitt upp á báttin svo að Yulaw öðlist krafta hans. Þar með hefst bardagi upp á líf og dauða—.
The One er ekki ólík “Romeo must die” eða “Kiss of the Dragon” nema hvað að það er frumlegt handrtið í The One og mun meiri sjónbrellur en ef maður spáir í því þá er það töluverð framför hjá Jet Li. Tæknibrellurnar í myndinni eru mjög flottar og fáum við að sjá mjög oft “Matrix Style” brellur og er aldrei hægt að hafa nóg af þeim í bíómynd. Handritið er í Sci-Fi stíl og hef ég alltaf gaman af þannig gerð af myndum og þá hugsar maður með sé “Á þessi mynd þá ekki fullt hús stiga skilið?” Þá kem ég að göllunum. Myndin er einn stór rússíbani, Nánast hvert atriðið með hasar en inn á milli reynt að upplýsa áhorfandann um stöðu mála og hvernig allir þessi furðulegu hlutir gerast en allt þetta entist í ekki nema í 87 mínútur, en ég var þá komin í stuð og hefði viljað sjá 20 mínútur í viðbót. Myndin er semsagt frekar stutt og svo kemur að leiknum. Ég veit ekki með alla en að mínu mati getur Jet Li ekki leikið (ég er ekki að segja að Jackie Chan hefði gert betur) en þarf hann í raunini að leika? Reyndar er þess ekkert krafist í myndum eins og þessari en það virðist sem að enginn af þessum bardaga köllum geti leikið (Jet Li, Jackie Chan, Steven Segal, Chuck Noris) þannig að maður getur eiginlega ekki krafist þess að hann sýni á einhvern hátt leik, Jet Li stendur sig samt sem áður alveg vel því það er ekki leikur einn að slást við sjálfan sig. Jason Statham úr Snatch og Delroy Lindo úr Romeo must Die leika einnig í myndinni og eru alveg ágætir og síðan er það Carla Gugino sem lék í Snake Eyes og Spy Kids og er hún líka fín. Ef litið er á heildina þá er þetta alveg ágætlega vel heppnuð Sci-Fi/ Slagsmálamynd og skemmtilegt að sjá Jet Li berjast við sjálfan sig en þá er bara bíða og sjá hvernig næsta mynd hjá honum tekst og ef allt fer að vonum þá verði hún betri en þessi.
The One: ** ½ af ****