Predator 2 (1990) Predator 2 er framhaldið af fyrri Predator myndinni og er mynd siðan árið 1990, ég skrifaði grein um fyrri myndina og núna langaði mig bra að gamni að skrifa líka um þessa.
Myndin er leikstýrð af Stephen Hopkins og í helstu hlutverkum eru Danny Glover, Gary Busey, Kevin Peter Hall og Ruben Blades.

-SPOILER-

Þessi mynd gerist nú á allt öðrum stað en sú fyrri, eða í Los Angeles, USA. Það ríkir borgarastyrjöld í LA á milli lögreglunar og eiturlyfjagengis undir stjórn eiturlyfjakóngsins og prestsins King Willie. Ástandið er alvarlegt og lögreglan getur ekkert gert.

Brátt fara að deyja menn á báðum hliðum, þe. Úr lögreglunni og úr eiturlyfjagenginu og er aðal persónan, Mike (Glover) mjög hissa á því og vill komast að því hver sé nýji “leikmaðurinn” í borginni, þar sem hann hefur líka misst besta vin sinn (Blades) þá er hann staðráðin í að hefna.

Morðin vera sífellt dularfyllri og fleiri og Mike veit ekkert hvað hann er að fást ið fyrr en keppinautur hans, Peter Keyes (Busey) sýnir honum það að þetta sé vera utan úr geimnum og þá sér Mike að það verður ekki auðvelt að kljást við slika veru og þarmeð er spennandi bardagi framundan.

-SPOILER-

Þessi mynd er miklu síðri en hin, en engu að síður fannst mér hún nokkuð góð. Hún er ágætlega leikin og tónlistin er góð (það er sama tónlist og í fyrri myndinni), Danny Glover leikur þetta bara nokkuð vel en gtur á köflum orðið svolítið pirrandi. Núna er predatorinn orðinn háþróaðari, hann er með fleiri vopn ofl. Og er talsvert hættulegri þar með. Svo er leikstjórnin er líka nokkuð fín hjá Hopkins en hún var betri í fyrri myndinni. En í heildina þá er þessi mynd bara fínasta afþreying og vel þess virði að sjá finnst mér.

***/*****