Music & Lyrics (2007) * * * * Rómantísk gamanmynd

Leikstjóri: Marc Lawrence
Handrit: Marc Lawrence
Aðalhlutverk: Hugh Grant, Drew Barrymore, Brad Garrett, Haley Bennett, Kristen Johnston og Campbell Scott
Tónlist: Adam Schlesinger
Kvikmyndataka: Xavier Pérez Grobet

Tungumál/Land: Enska/Bandaríkin
Lengd: 96 mínútur
Aldurstakmark: Leyfð
_________________________________________________

Útbrunnum söngvara (Grant) er gefið nokkra daga til að semja nýjasta vinsældarsmellinn fyrir heitustu unglingastjörnuna í Bandaríkjunum. Þótt hann hafi aldrei samið texta á ævi sinni, þá tekst honum verulega vel upp með furðulegri yngri konu (Barrymore) sem kann svo sannarlega að koma orði fyrir sig.

_________________________________________________

Nýjasta mynd Marc Lawrence, Music & Lyrics, er hans annað kvikmynda verkefni sem leikstjóri. Fyrri myndin hans var Two Weeks Notice frá 2002, sem einnig skartaði Hugh Grant í aðalhlutverki. Munurinn á þessum myndum er þó sá, að Music & Lyrics er góð kvikmynd, á meðan sú fyrri var lítið annað en meðal ljón. Einnig er vert að benda á að Marc Lawrence skrifaði einnig handritið fyrir Miss Congeniality myndirnar. Music & Lyrics er ljúf rómantísk gamanmynd full af húmor og skemmtilegri tónlist.

Það eitt að lesa stuttlega um söguþráð myndarinnar hér að ofan gæti vel hafa fengið nokkra til að teygja sig í ælupokana. Á meðan hugmyndin á bak við myndina minnir vissulega á hina týpísku rómantísku gamanmynd, þá er það útfærslan sem gerir Music & Lyrics ekki bara öðruvísi, heldur líka betri. Drifkraftur myndarinnar er fyrst og fremst að hún er vel gerð, atburðarrásin vel tímasett, hún er fáranlega fyndin og skemmtilega fyrirsjáanleg.

Hugh Grant og Drew Barrymore eru frábær í hlutverkum sínum. Það eru margir Hugh Grant hatarar þarna útí, og ég get skilið hvaðan það hatur kemur. Hinsvegar er það ekki málið með Music & Lyrics. Hugh Grant er ótrúlegur í hlutverki sínu og að mínu mati er þetta án vafa hans besta mynd. Drew Barrymore fylgir alltaf þetta sakleysi og hvernig hún virðist aldrei vita hvað gerist næst. Hún smellpassar í hlutverk plöntu stelpunnar sem á flókið og erfitt persónulegt líf. Brad Garret, sem leikur umboðsmann Alex Fletcher (Grant) stendur sig einnig ágætlega, en því miður eru flestar senurnar hans ekki hluti af gamanleik myndarinnar. Sem er leitt, því Brad Garret getur verið ótrúlega fyndinn. Haley Bennett, sem fer með hlutverk ungu poppstjörnurnar Coru Corman, er hér að leika sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd og á hún hrós skilið. Hún skilar sínu vel og er lítið annað um það að segja.

Music & Lyrics er rómantísk, fyndin, ljúf og gríðarlega vel gerð. Þeir einu sem geta hatað þessa mynd, eru hinir týpísku rómantísku gamanmynda hatarar sem gera upp hug sinn áður en þeir sjá myndina. Music & Lyrics er frábær kvikmynd, hvort sem þú ert að fara á stefnumót eða að þú einfaldlega vilt sleppa frá hinum raunverulega heimi í tvær klukkustundir.

* * * * /5

-TheGreatOne