Þetta er pönk mynd! POWER TO THE PEOPLE WHO PUNISH BAD CINEMA!
Cinema terrorists join the revolution against Hollywood movies! From the empty seats of every good movie theater in America, we will rise up and take back the screen. No English remakes of foreign films! No more movies based on stupid video games! No sequels to tiresome big-budget blockbusters! Become and avenging angel for underground cinema!

When we say “Action,” WE MEAN ACTION! Bring cinema wars home to theaters in your neighbourhood and punish those who stand in the way of your kind of entertainment. Stop the mass distribution of mediocre movies!

By whatever means necessary, we must seize the cinema and make it our own! Outlaw cinema has no limits. The Hollywood system stole our sex and co-opted our violence so there´s nothing left for our kind of movies, bring back the dream!

DEATH TO THOSE WHO ARE CINEMATICALLY INCORRECT

This is a warning to all mainstream movie fans
¡WE WILL BURY YOU!


Svona nokkurn veginn hljóðar manifesto manns að nafni Cecil B. Demented og hryðjuverkamanna hans, sem berjast, eins og ætti að vera nokkuð ljóst, við hollywood-mainstream-bíómyndir.

Í myndinni Cecil B. Demented, eftir leikstjórann John Waters (sem gerði meðal annars Pecker, Desperate Living, Cry Baby og Hairspray), ræna Cecil B. Demented og gengið hans frægri Hollywood leikkonu og láta byssu að höfði hennar og segja “Ef þú leikur ekki í öndergránd-anti-meinstrím myndinni okkar deyrðu.”

Myndin er, nokkuð í stíl við viðfangsefni myndarinnar, soldið amatör/indí-leg í sér. Það er ekki mikið lagt í förðun og einhver svoleiðis leiðinleg smáatriði. Það er bara eins og Waters hafi sagt: Nú ætlum við að gera mynd, og hér eru leikarar og búningar… drífum í þessu! Tónlistin er ótrúlega flott og passar vel við myndina. Frekar hard-core stundum, og pönk, en út í gegn: töff.

Ég vil eiginlega minnst segja um þessa mynd, frekar mæla með því að sem flestir sjái hana, svo ég skemmi ekki fyrir. Ég fór á hana vitandi nokkurn veginn ekki baun í bala hverju ég átti von, og var svona líka rosalega ánægður með þessa bíóferð!

Ef ég er ekki búinn að sannfæra einhverja hérna nógu vel, einhverja sem mundu frekar vera sannfærðir af castinu, þá eru meðal leikara Stephen Dorff, Melanie Griffith, Jack Noseworthy (Metallice/Ford-gaurinn í Idle Hands), og fleiri skemmtilegir sem maður þekkir ekki fyrr en maður sér þá…

. . .

DEMENTED FOREVER!
ég er bara ég. þú ert bara þú. hver er orginal?