ég var rétt í þessu að koma heim frá því að sjá hina ömurlegu FRábæru Plan 9 from outer space. þegar ég hringdi í vini mína og spurði hvort þeir væru til í að koma verstu mynd sögunnar, þá sögðu allir nei! íhuga núna að skipta um vini.
en allavegna var þetta helvíti góð, slæm mynd, varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. myndin var spiluð af DVD og var það lýsandi fyrir myndina að í upphafi kom þetta copyright bull sem allir kannast við að ekki má sýna myndina á opinberum stöðum .. and so on. nema hvað það var náttúrulega verið að sýna hana fyrir hálffullum bíósal. og var það frekar spaugilegt.
þeir sem sáu myndina um Ed Wood vita að hann trúði frekar á að framleiða margar myndir heldur en að framleiða gæða myndir, og leikstýrði, Ed þessari, framleiddi auk þess að skrifa handritið, og voru samtölin alveg frábær.
En það sem maður tók samt helst eftir var það að Ed trúði ekki á endurtökur, hann lét þá fyrstu nægja, og oft voru svo augljós mistök eins og lögreglumaður réttir öðrum byssu, sá gaur rekur hana í loftnetið á bílnum sem hann stendur við. annað, flugfreyja flækist í tjaldi sem aðskilur flugmennina frá farþegum. líka, eitt ótrúverðugasta hræðsluóp sem ég hef heyrt frá skefldum lögreglumanni þegar uppvakningur kemur honum að óvörum.
Svo eru tæknibrellurnar einhver allt annar handleggur, ætla nú ekki út í þær en miðað við 35 ára gamla mynd, … þá voru þær í meira lagi spaugilegar, maður næstum því sá ekki mun. Næstum því.
leiksigurinn átti þó aldraður lögregluforingi, sem var drepinn í upphafi (af uppvakningi), hann talaði svo óskýrt að maður heyrði/skildi ekki orð af því sem hann sagði. svo var hann reistur upp af dauðum af geimverum með sérstökum jónabyssum (what), sem betur fer talaði hann ekki neitt eftir það, heldur var eins og léleg útgáfa af Frankestein, eða góð útgáfa.
fyrir ykkur b-mynda aðdáendur, þá mæli ég með mynd sem heitir “killer clowns from outer space” og var hægt að fá hana í snæland hafnarfirði. sú mynd er algjör snilld. brjálaðir drápstrúðar úr geimnum á fljúgandi sirkustjaldi. you get my point.
kv
birri
………….