Predator er Sci-fi/action/horror mynd frá árinu 1987, ég keypti mér þessa mynd fyrir 4 árum minnir mig, og svo hef ég ekki horft á hana í 2 ár, en svo fann ég hana í gær og setti hana í dvd tækið og þá mundi ég hvað hún var góð og þá langaði mig bara að skrifa um hana.
Í helstu hlutverkum eru Arnold Schwarzenegger, Carl Weathers, Bill Duke, Jesse Ventura og Kevin Peter Hall.
-SPOILER-
Myndin fjallar í grófum dræattum um 7 manna herlið sem sent er í frumskóga S-Ameríku til að leita að herþyrlu sem hafði hrapað harkalega og voru þeir þá sendir til að leita af eftirlifendum.
Stuttu eftir að þeir hafa fundið þyrluna komast þeir þá að því að allir mennirnir höfðu verið húðflettir lifandi. þeir telja þá skæruliða sem voru á svæðinu hafa gert það og rekja þá slóð að þeim og strádrepa þá alla.
Seinna fara morðin á hermönnunum í liðinu að gerast hægt og rólega og er alltaf einn og einn drepinn í einu og heldur það þannig áfram þangað til enginn er eftir nema foringinn (Schwarzenegger) og þá er hann búinn að komast að því að þetta er geimveiðimaður sem hann þarf að kljást við og ákveður hann þá að hann leggur frá sér byssurnar og tekur upp spjót og verður þetta þá ævintyralegur bardagi….
-SPOILER-
Að mínu mati er myndin algjör snilld, vel leikin, góð tónlist og vel gerð. Þetta er klárlega best leikna mynd Schwarzeneggers og örugglega með þeim bestu efnislega séð. Predatorinn er ótrúlega vel gerður og ósýnileikinn hans og öll vopnin hans og sjónarornið hans og allt bara. Tónlistin er líka góð og vel útfærð, leikstjórnin er líka frábær af John McTierman(Die Hard).
En í heildina séð er þetta bara frábær mynd sem allir ættu að sjá ef þeir eru ekki búnir að því.
****/*****