Training Day heitir nýjasta mynd Denzel Washington og Ethan Hawk en leikstjóri hennar er Antoine Fuqua en hann hefur aðeins leikstýrt tvem myndum sem fólk ætti að kannast við annars vegar Replacement Killers og hins vegar Bait.
Training Day fjallar um nýliðann Jake Hoyt (Ethan Hawke) í L.A.P.D lögreglunni. Hann fær tækifæri á að spreita sig í undirhverfum Los Angeles borgar sem leynilögregla við að koma upp um stóra eyturlyfja hringi og skipulögð glæpastarfsemi. Sá sem stjórnar sýningunni er Alonzo Harris (Denzel Washington) og á hann að baki sér yfir 100 handtökur og fullt af viðurkenningum.
Alanzo tekur nýliðann með sér til reynslu og ef hann stendur sig vel út daginn þá fær verður hann nýji félagi Alanzo. Það sem Jake veit ekki er að Alanzo lætur hann ganga í gegnum helvíti en það sem Jake spyr sjálfan sig að er hvort þetta allt sé partur af próinu eða er Alanzo ekki eins og flestar löggur?
Þegar ég sá Training Day þá hafði ég gert mér miklar vonir um góða mynd frá þvi sem ég hef heyrt af netinu kom svo í ljós að hún reyndist betri en ég hafði gert mér grein fyrir. Myndinn inniheldur virkilega skemmtilegar samræður sem eru vel úthugsaðar og hvernig allt púslast saman á skemmtilegan hátt er alveg snilldarlegt.
Leikstjórinn Antoine Fuqua er greinilega hæfileikaríkur og hefur hann verinn heppinn með handrit að þessu sinni þar sem Bait heppnaðist ekki eins vel og vonast var til.
David Ayer er heilinn á bakvið sögu myndarinnar og fær hann stórann plús fyrir virkilega vel gert handrit en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir handrit að bíómynd og kemur það mér á óvart þar sem maður þarf að vera mjög hæfileikaríkur til að gera góða bíómynd sem gerist aðeins í einn dag (Kevin Smith: Clerks) en David er einnig framleiðandi myndarinnar og þar kem ég að öðru að ég gæti ekki verið ánægðari með valið hjá honum og leikstjóranum fyrir karakter Alanzo Harris því Denzel Wahsington er hreynt ótrúlegur í myndinni. Hann á góðann möguleika á óskarinum fyrir besta leik. Ethan Hawke er líka frábær og sýnir það með góðu “comebacki”. Training Day er mynd sem enginn má missa af og ætla ég núna í fyrsta sinn að gefa stjörnur því ef fólk nennir ekki að lesa umfjöllunina þá getur það þó séð stjörnugjöfina.
Training Day: *** ½ af ****