K-Pex Þessi mynd fjallar um Prot(Kevin Spacey) sem segist vera 337 ára gömul geimvera frá plánetunni K-Pex sem er í 1000 ljósára fjarlægð. Auðvitað er hann sendur til geðlæknis og er sá maður Dr. Mark Powell (Jeff Bridges) og segir að þetta sé raunhæfasta ýmindunin sem einhver af sjúklingum hans hafði þjáðst af. Ástæðan fyrir því að Dr. Mark grunar eitthvað er sú að Prot er undarlega ónæmur fyrir Thorazine, veit miklu meira í stjörnufræði heldur en nokkur maður á jörðinni o.fl. Auðvitað er blandað fjölskyldu Dr. Mark, sem er með lítil tengls við son sinn úr fyrri hjónabandi en eins og allir máttu búast við reddar Port öllu og hjálpar Dr. Mark meira að segja með sjúklinga sína.

Það er örugglega skemmtilegt að sjá Kevin Spacey leika mann sem er álitinn geðveikur vekna skrýtna hugmynda um sig sem geimveru, ætli að hann sé síðan bara geimvera? Í myndinni verður Dr. Mark auðvitað betri maður og allt það eftir að hafa fengið Port að sér sem sjúkling(mátti búast við þessu). Ég held að þetta verði kannski sniðug mynd en það má alltaf búast við einhverju algjöru rusli.