Myndin á að gerast árið 1944, þar sem maður fylgist með ungri stúlku sem var að eignast nýja stjúp-pabba sem er (minnir mig) hershöfðingi eða eitthvað þess háttar. Mamma hennar er ólétt og þau flytja bæði þar sem stjúp-pabbinn er, og þessar flutningar reyna mikið á móðirina.Stelpan er mjög mikið fyrir ævintýri og les þau sem oftast. Stelpan lendir svo sjálf í hálfgerðu ævintýri þar sem hún hittir fánann (Goð í grískri goðafræði minnir mig) og hann segir henni að hún sé týnda prinsessan í ríkinu sem er löngu gleymt. Svo gerist miklu meira sem ég vill ekki fara nánar í því ég vil að sem flestir sjái myndina.
Myndin var yndisleg, hún nær að blanda ævintýri sem stúlka lendir í og grimma veruleikanum. Leikstjórin nær virkilega að sýna áhorfendunum hversu grimmur veruleikin var (og er) í raun og veru með mjög grófum ofbeldisatriðum. En svo þegar stelpan fer í ævintýrið þá..Ekki beint talandi tré og hlæjandi blóm en samt heimur sem gæti orðið litríkur og góður (ef hún gerir ákveðna hluti sem ég vill ekki fara nánar út í). Þó getur þessi ævintýraheimur orðið hætturlegur, og leikstjórin nær að byggja upp ótrúlega spennu í sumum atriðum í myndinni sem var varla hægt að horfa á af spennu.
Förðunin á a.m.k tveimur aðilum í myndinni m.a Fánanum og einum öðrum þá tekst þeim að koma með mjög frumlega hönnun á persónunum. Allt umhverfið í myndinni er mjög flott og frumlegt, ekker Hollywood drasl greenscreen sett. Handritið er ótrúlega frumlegt og flott og leikstjórnin er líka glæsileg.
Ég mæli með að allir sjái þessa mynd ég gef henni 5 stjörnur af 5 mögulegum.
Spliff, Donk og Gengja á aðeins 9999 krónur!