Robert Redford leikur hershöfðingjann Eugene Irwin sem hefur verið sendur í herfangelsi, sem gengur undir nafninu „Castle“. Það eina sem Irwin vildi var að sytja inni sinn tíma og fara síðan. En Colonel Winter (James Gandolfini) fer að njóta valds síns sem fangelsisvörður og gerir Irwin lífið leitt í fangelsinu. Irwin finnst Winter fara yfir strikið þegar hann verður vitna að því þegar Winter myrðir mann. Eftir að hafa orðið vitni að þessu reynir Irwin að fá Winter til að segja af sér sem fangavörður. Þessi mynd er svona dæmigerð fangelsis-drama sem er um spillingu hjá fangelsisvörðunum, nema í þessari mynd er Irwin búinn að játa sig sekann og er ekki að reyna að sleppa út vegna rangs dóms.
Redford er maður sem heldur höfði sínu hátt og gerir hershöfðingjan Irwin að merkilegri persónu. Redford hefur leikið í annari svona fangelsis-drömu en það var Brubaker en þar er hann líka að reyna að komast að einhverri spillingu.