Mark Wahlberg leikur Chris Cole, mann sem dreymir um að vera „front man“ fyrir uppáhalds hljómsveitina sína(Steel Dragon). Chris trúir á draum sinn og kemur saman hljómsveit og reynir að gera hana eins líka uppáhalds hljómsveitinni sinni og hægt er.
En Chris veit ekki að að Steel Dragon er einmeitt að leyta að svona manni og þeir komast að kröftugri rödd hans. Áður en Chris veit er hann fljúgandi til LA með kærustu sinni(Jennifer Aniston) og þau festast í heimi þungarokks. Það á víst að vera mikið um misheppnaðan húmor í þessari mynd og einhverjar ástarsenur. Ég held samt að Mark Wahlberg og Jennifer Aniston eigi eftir að leika vel í þessari mynd. Allir þessir hardcore aðdáendur þungarokks verða örugglega fyrir vonbrygðum því að margir búast við einhverri algjörri hardcore mynd en ég held að þetta verði meira svona ástarsaga og grín. En þetta er náttúrulega bara mín skoðun en ég á eftir að sjá myndina þannig að ég get ekki dæmt strax en það eru örugglega einhverjir með öðruvísi skoðanir heldur en ég.