Arnold Schwarzenegger í stríðsmynd?
Það er rúmor á netinu um að Paul Verhoeven ( Starship Troopers, Hollow Man ) sé að fara að leikstýra Schwarzenegger í nýrri epískri stríðsmynd. Nú ganga þær sögusagnir að myndin muni bera nafnið Official Assassins. Mike Meadow, sem á að hafa framleitt The 6th Day vilji að Schwarzenegger leiki hermann ( ja, þetta hlýtur að eiga að gerast fyrir nokkuð löngum tíma ). Mér lýst ekkert allt of vel á þetta, sérstaklega vegna þess að Schwarzenegger getur hreinlega ekki leikið. En samt tókst mjög vel síðast þegar Arnold og Verhoeven gerðu mynd saman, en sú mynd ber nafnið Total Recall. Annars tel ég að það séu ekki miklir möguleikar á því að Official Assassins muni lýta dagsins ljós á næstunni, vegna allra verkefnanna sem Arnold er bundinn við. Paul Verhoeven hefur þó sýnt flott battle scenes í myndum sínum ( muniði eftir Starship Troopers ), þannig að ég treysti Verhoeven vel fyrir þessu en ég veit ekki alveg með Schwarzenegger því að mínu mati er maðurinn að verða slakari og slakari með hverri mynd sem líður. Ég vona samt eftir því að Official Assassins verði einhvern tímann gerð, því að þetta gæti orðið helvíti skemmtilegt!