Hér mun ég fara yfir helstu aðferðir sem notaðar hafa verið til að koma kvikmyndum út til fólks.
Kvikmyndahús
Aðferð til að taka upp hluti á hreyfingu var fundin upp um miðja 19öld og fljótlega uppúr því fóru menn að sýna þessar myndir meðal almennings í svokölluðum kvikmyndahúsum. Þetta varð mjög vinsælt og varð til heill iðnaður sem stóð fyrir því að búa til kvikmyndir.
Fyrstu kvikmyndirnar höfðu ekkert hljóð og voru svarthvítar, seinnameir kom hljóðið og svo litur í kjölfarið.
Þegar sjónvarpið kom fram á sjónarsviðið var talið að það mundi ganga frá kvikmyndahúsum, ástæða þess að það gekk ekki eftir tel ég vera meira skemmtanagildi kvikmynda heldur en hefðbundinnar sjónvarpsdagskrá, fólk hafði og hefur enn þörf fyrir að fara út og sjá mynd í staðinn fyrir að hanga heima með bjór og pitsu.
Kvikmyndahúsin hafa því haldið vinsældum sínum frammá þennan dag, gæði myndarinnar hefur aukist jafnt og þétt og virðist alltaf vera hægt að fá betra hjóð og mynd.
VHS spólur
Komu fram á sjónarsviðið í kringum 1970, tvær gerðir komu fram, Betamax og VHS sem kepptu um markaðinn. VHS spólurnar höfðu lengri sýningartíma, ekki eins flókin og Betamax og hægt var að spóla fljótar afturábak og áfram.
Uppúr 1980 urðu allir að eiga VCR eða vídeótæki, þetta gerði fólki kleyft að leigja eða kaupa kvikmydnir og horfa á þær heima hjá sér. Þetta kallaði þá fram spurningar up höfundarrétt, þar sem neytendur gátu auðveldlega afritað kvikmydnir sem þeir áttu og dreyft þeim frítt. Þetta varð hinsvegar aldrei mikið vandamál og hollywood hélt áfram að moka inn aurum.
Um 1990 var VHS á toppnum, hafði unnið stríðið við Betamax og allir notuðu það, en um þetta leiti komu líka fram fyrstu DVD diskarnir sem mörkuðu hrun VHS spólunnar á næstu 10 árum.
Framtíð VHS er því ráðin, enn er þó hægt að rekast á þennan miðil á leigum en þó aðeins eldri myndir þar sem hætt er að gefa út myndir á VHS formi.
Laserdisk og DVD
DVD í þeirri mynd eins og það er í dag kom ekki fram fyrren í kringum 1990. Laserdisk, risastórir diskar sem dvd byggir á, var fundin upp árið 1958 en var samt ekki kynntur sem tól til kvikmyndardreyfingar fyrren árið 1972 og var komið á markað fyrir almenning 1978.
Laserdisk átti að verða svokölluð “disruptive technology” en stóð ekki undir þeim væntingum, ástæðan var að verð á diskum og spilurum í USA var töluvert hærri en á VHS og VCR, fyrirbærið náði þó töluverðum vinsældum í Japan þar sem verðið var stillt í hóf.
Þegar DVD kom svo fram á sjónarsviðið varð laserdisk fljótlega úreltur, DVD hafði meira gagnapláss og var töluvert minni og meðfærilegri.
Vinsældir DVD uxu jafnt og þétt á árunum 1990-2000 og náði yfirburðum sem aðal dreifingarmiðill fyrir kvikmyndir. Fram fóru að koma diskar sem hægt var að skrifa sitt eigið efni á og auðvelt var líka að afrita efni af DVD diskunum, þetta vakti enn og aftur spurningar um höfundarrétt þar sem internetið var að verða öflugra og öflugra og því auðveladara að deila stafrænu efni en áður.
Í dag er DVD ennþá helsti dreifingarmiðill fyrir kvikmyndir, þeir hafa komið í staðinn fyrir VHS spólurnar á leigum og hægt er að kaupa flestar myndir á DVD diski. Framtíð þessa miðils tel ég ekki liggja í kvikmyndum heldur sem almenn gagnageymsla þar sem nú eru komnir upp DVD Diskar sem taka allt uppí 30GB meðan vejuleg kvikmynd þarf einungis nokkur GB.
Með aukinni internetnotkun og blöndu þess við sjónvarp tel ég að DVD diskar muni á endaum líða undir lok sem dreyfingarmiðill fyrir kvikmyndir.
Internetið
Sífellt fjölgar þeim sem nota internetið daglega, tölvubúnaður og tengingar verða sífellt öflugri og fólk meira og meira háð þessu.
Kvikmyndadreyfing í gegnum netið hefur verið í stöðugri sókn síðustu ár, hvort sem er í ólöglegu formi eða ekki.
Ólögleg dreyfing kvimynda fer þannig fram að einhver tekur afrit af dvd diski og deilir því svo til annara notenda með einhverju peer-to-peer hugbúnaði, þeir svo deila því til annara notenda og svo koll af kolli. Þetta er afskaplega vinsæl aðferð til að deila efni og tel ég að hún gæti gengið frá kvikmynda og tónlista iðnaði ef ekki er eitthvað gert. Warner Bros hafa gert einhverskonar samning við bitTorrent um dreyfingu DVD efnis með torrent.
Lögleg dreyfing kvikmynda á netinu fer þannig fram að notendum er boðið að sækja myndir gegnum heimasíðu gegn borgun, vandamálið er að auðvelt er að deila myndinni eftir það, lausn við því gæti verið að ‘stríma’ myndinni inná tölvuna þ.e. Myndin er ekki afrituð yfir á tölvu notanda heldur er horft á hanan í gegnum netið. Í dag er þessi ‘strím’ aðferð notuð í netsjónvarpi, þar sem notandinn tengir sjónvarpið við netið og fær upp þá valmynd þar sem hann getur pantað myndir með fjarstýringu, myndirnar sem hann horfir á eru svo reikningsfærðar og borgaðar seinna.
Sífellt færri fara nú á vídeoleigurnar og fara frekar í tölvuna eða sjónvarpið, ‘online movie distribution’ má kalla ‘disruptive technology’ fyrir vídeoleigugeirann, eftir15-20 ár verður öruggelga ekkert eftir af leigum, vel má vera að sala á DVD diskum haldi áfram þar sem fólk vill alltaf eiga ákveðnar myndir, og DVD formið er þægilegt til að geyma myndir og margir einfaldlega vanir því. En svo lengi sem DVD er við líði og hægt er að afrita myndirnar af þeim þá verður alltaf ólögleg dreyfing á þeim.
Kvikmyndadreyfing á netinu er því kominn til að vera og á eftir að þróast mikið á næstu árum þangað til hún nær algjörum yfirráðum í þessum geira, þægindin við þetta eru mikil, ekki þarf að hafa fyrir því að rölta út í bíl og keyra á næstu leigu, einfaldlega taka upp fjarstýringu og ýta á nokkra takka. Leigurnar fara á hausinn en netfyrirtæki og iTV fyrirtæki græða vel og jafnvel betur en leigurnar þar sem auðveladara er að nálgast efnið, það vantar bara snakkið og kókið. Kvikmyndahúsin munu þó standa þetta af sér því þau hafa alltaf nýjasta efnið. VHS spólur og vídeotæki verða á hillum þjóðminjasafnsins og fólk hlær þegar það labbar framhjá. DVD diskar gætu lifað áfram í einhverri mynd sem gagnageymslur en á endanum fara þeir líka á þjóminjasafnið gestum þar til mikillar skemmtunar, flash drif og flakkarar taka meira pláss og verða sífellt minni og meðfærilegri.
Á endanum verða gömlu aðferðirnar til að afrita og deila efni ólöglega úreltar því notandinn fær aldrei afrit af efninu í hendurnar.
Heimildir og annað sem ég las
http://en.wikipedia.org/wiki/Film
http://en.wikipedia.org/wiki/VHS
http://en.wikipedia.org/wiki/DVD
http://en.wikipedia.org/wiki/Laserdisk
http://www.businessweek.com/investor/content/jan2007/pi20070116_954258.htm?chan=search
http://blog.itvt.com/my_weblog/2006/05/warner_bros_in_.html
http://www.channel4.com/film/reviews/feature.jsp?id=148615
Endilega komið með komment á þetta.
Maður er bara hræddur við svona kvikindi!