Robert (Jackman) og Alfred (Bale) eru keppinauta galdramenn. En þegar Alfred sýnir hið fullkomna galdrabragð byrjar Robert, í þráhyggju, að leita að leyndarmáli bragðsins.
_________________________________________________
The Prestige er nýjasta meistaraverk leikstjórans, Christopher Nolan, en hann hefur heldur betur sent frá sér gæða myndir á þessari öld, en þær eru Memento, Insomnia og Batman Begins sem allar hafa fengið lof gagnrýnenda. Sem betur fer, þá er The Prestige hvergi frábrugðin enda meistaraverk frá byrjun til enda. Myndinni tekst á ódeilanlega góðan hátt að sýna þá samkeppni sem ríkti á milli galdramanna undir lok 19. aldarinnar. Sviðsmyndin er gífurlega þunglyndisleg og eftirminnileg og hún auðveldlega flytur mann inn í Viktoríu tímabilið sem hún gerist á.
Myndin lofar góðu strax frá byrjun enda umhverfið spennuþrungið og sögusviðið hvergi síðra. Myndin fjallar fyrst og fremst um þráhyggju, og þá gífurlegu samkeppni sem ríkti á milli brellumeistara á þessum tíma. Nolan tekst gífurlega vel að koma þessu frá sér hér þrátt fyrir nokkuð óvenjulegum frásagnarhætti, en sagan er sögð í furðulegri tímaröð. Það sannar sig þó undir lok myndarinnar að sagan er vel sögð og skilur ekki eftir sig allt of margar ráðgátur. Handritið er eins þétt og mögulegt er og greinilegt að það hefur verið úthugsað frá öllum sjónarhornum.
Kvikmyndataka myndarinnar eru mjög nútímaleg og stílhrein og er hún virkilega vel unnin, rétt eins og önnur tæknivinnsla myndarinnar. Leikhópurinn er svo sannarlega stjörnum prýddum og er lítið hægt að kvarta undan því. Aðalleikarar myndarinnar, Hugh Jackman og Christian Bale eru frábærir í hlutverki sínu og skila því ótrulega vel frá sér. Sama má segja um Michael Caine sem bætir við sæmd og dýpt sem gamli vitringurinn. Scarlett Johansson og David Bowie skila einnig sínu.
The Prestige á, án vafa, eftir að fá nokkra gagnrýni útaf enda myndarinnar. Eitthvað sem gullmolinn frá síðasta ári, The Departed, gerði einnig. Sjálfur gæti ég varla fundið betri endi. Því miður verður endirinn nokkuð skýr og fyrirsjáanlegur þó nokkru áður en hann kemur, en hann er þó samt gríðarlega vel útfærður og skemmtilegur. Það sem einkennir myndina þó er hvernig hún gefur rangar upplýsingar og ruglar mann stanslaust í ríminu. Eitthvað sem hefur einkennt myndir Nolan’s undanfarin ár.
The Prestige hefur vissulega eiginleikana til að verða ,,cult” mynd. Það er ekki í hverri viku sem jafn snjöll mynd og The Prestige kemur í kvikmyndahúsin, þú ættir að leyfa sjálfum þér að sjá hana í bíó. Hún er falleg og gríðarlega vel gerð í alla staði og henni tekst afskaplega vel upp með að spila með áhorfandann.
* * * * /5
-TheGreatOne