Meira um snillinginn Tim Burton!
Inngangur:
Mig langaði að skrifa aðeins meira um Tim Burton einn af mínum allra bestu leikstjórum. Þessi grein er lengri en margar aðrar sem ég hef gert svo ég ákvað að hafa kafla. Hvernig varð hann svona góður og frægur? Jú hann var alveg með mjög mikinn áhuga á myndum frá ungum aldri og prufaði sig áfram með vinum sínum sem kannski voru líka meða Mansonistaáhuga ein eins og ég sagði áður þá er Burton mansonisti
Fór hann svo í skóla sem Disney kenndi við en sá skóli kallast California Institute of the Arts en margir aðrið hafa komið þaðan eins og til dæmis Kramer úr Seinfeld þáttunum vinsælu. Þarna lærði Tim mjög margt um teiknimyndir og hvernig ætti að gera þær enda segja mjög margir að þessi skóli sé einn sá besti í heimi. Tim var þó ekki legni þar en fékk brátt vinnu hjá Disney sem hafði séð hann í skólanum. Ekki gekk of vel hjá Disney en Tim átti eftir að finna annað verkefni.
Pee wee big adventure:
Pee Wee Herman sá mynd sem Tim hafði gert hjá Disney og ákvað að fá hann sem leikstjóra fyri sig. Þei gerðu þá Pee Wee's Big Adventure sem fjallar um mjög barnalegan mann sem minnir smá á eitt mitt mesta uppáhald Tom í Forrest GUmp en er þó kannski aðeins skrítnari. Brátt lendir Pee Wee í ævintýri sem ég vil ekki segja of mikið frá en í stuttu máli fékk Tim mjög margar góðar hugmyndir sem áttu eftir að hjálpa honum með hans næstu mynd draugamyndina Beetlejuce sem hafði seinna Batman leikarann Michael Keaton. Sú mynd varð mjög vinsæl og þá fékk Tim sitt mesta verkefni: BATMAN!
Batman:
Þessi mynd er ótrúleg og gerði Tim að þeim meistara sem hann er í dag. Mjög dimm mynd og kannski má segja að þarna hafi manonista stíll Tim komið fyrst í alvöru ljós.
hér er grein sem ég skrifaði áður um þessa mynd:
http://www.hugi.is/kvikmyndir/articles.php?page=view&contentId=2815603#item2886020
En ég vil bæta við að mér þykir ennþá þetta hin allrabesta mynd Tim. Nú eftir þessa mynd hafði Tim tækifæri til að gera það sem hann vildi og ákvað að gera mynd að eigin vali sem varð Edward Scissorhands.
Edward scissorhands
Mjög skemmtileg mynd en líka sorgleg. Ekki missa af þessari Gaman er að sjá hvað Tim vil hjálpa þeim sem eiga erfitt með að vera til en frændi minn sagði mér að þessi mynd væri ekki endilega bara um mann með skærahendur heldur gæti hún til dæmis átt alveg eins við mann í hjólastól. Ég er samála því og mæli með þessari mynd.
En brátt sneri Tim aftur til Gothmanborgar og gerði Batman Returns.
Batman returns:
Þessi mynd er lík hinni myndinni en samt ekki eins það er oft gaman að horfa á þær í röð til að sjá muninn. Hér þarf Batman að berjast við Penguin og Catwoman.
Mjög spennandi mynd og mjög flott kannski ein hans flottasta.
Á meðan á þessari mynd stóð var Tim einnig duglegur að gera annað en hann gerði líka myndina Nightmare Before Christmas sem er jólamynd gerð með brúðum. Seinn fékk hann svo verkefnið Ed Wood.
Ed Wood:
Ed Wodd fjallar um skrítinn mann sem er kannski hommi? Hann gerir myndir sem þykja alls ekki góðar og er mest frægur fyrir það. Enn leikur Johnny Depp aðalhlutverkið og er mjög fyndinn í þessu. Einni er leikkonan Sarah Jessica í henni en hún er fræg fyrir þætti sem heita Sex the City og margir þekkja. En hvað nú? TIm Burton hafði enn eina hugmynd en að þessu sinni tengdist hún geimnum sérstaklega plánetunni Mars. Getur einhver giskað á þá mynd?
MARS ATTACKS!
Þessi mynd er sko snilld það getur enginn sagt annað næstum jafn fyndin og Gremlins og mjög rugluð :) Geimverur reyna að rústa jörðinni og erfitt er að koma í veg fyrir það þar til hjálp berts úr mjög ótrúlegri átt. Ein af Tims fyndnustu. En nú kallaði hryllingur á Burton líkt og áður og hann vildi gera Sleepy Hollow
Sleepy hollow:
Þetta er sannkölluð draugamynd og mjög dularfull þarn sýnir Tim að hann er meistari þess að hræða! Hauslaus riddari hræðir bæjarbúa en lögreglumaður (Depp) er kominn til að rannsaka. Mæli mjög með þessu nema fyrir viðkvæma enda hikar Tim ekki við að hræða. Ennþá kallaði geimur á TIm og hann vildi næst gera Planet of The Apes.
Planet of the apes:
Þessi mynd er mjöf góð og það er skemmtileg hugmynd að láta apa vera eins og fólk. Búningar eru flottir og það má jafnvel halda að hér séu alvöru apar á ferð. Það er nokkuð langt síðan ég sá þessa svo ég ætla frekar að fjalla meira um hana seinn eftir að ég sé hana aftur. Nú er komið að Big Fish
Big Fish:
Þessi mynd er ekki lík þeim hinum sem Tim hefur gert en samt mjög góð. Myndin segir ævintýra sögur af Ed Bloom en sonur hans trúir honum ekki og kallar hann lygara. Seinna kemur í ljós hvort satt var eða ekki. Skemmtileg mynd. En þá vildi TIm gera mynd um súkkulaði!
Charlie and the chocolate factory.
Þessi mynd er sko ein sú besta sem ég hef séð lengi. Mjög fyndin og þá mest Depp sem leikur Willy Wonka sem á merkilega súkkulaði verksmiðju. Heppin börn vinna ferð um hana en lenda svo í vandræðum. Gaman að sjá íkorna dverga og annað spennandi. 4 stjörnur af 4. Á sama tíma var Tim líka að gera aðra brúðumynd sem hét Corpse Bride.
Corpse Bride:
Þetta er brúðumynd sem hefði átt að fá óskarverðlaun en fékk ekki. Margar myndir Tim hefðu átt verðlaun skilin en hafa ekki margar fengið. Tim er snillingur og Corpse Bride sýnir það. Horfi oft á þessa.
Lokaorð:
Það verður gaman að sjá hvað TIm mun gera seinna. Nú vinnur hann að mynd sem heitir Sweeny Todd og mun hafa Johnny Depp í aðalhlutverki. Það er söngleikur en það ætti að passa vel við TIm.
Hvað haldið þið að Tim muni gera næstu ár?
-Stylus