Braveheart er mynd frá árinu 1995 og er leikstýrð af snillingnum Mel Gibson sem einnig leikur aðalhlutverkið. Þar sem að þetta er ein af minum uppáhalds myndum, þá langar mig til að skrifa grein um hana, og þó hún sé kannski gömul, þá finnst mér full ástæða til að halda þessum gömlu góðu myndum lifandi og skrifa grein um þær. Ég tek það líka fram að það verða spoilerar hér, svo að ef svo ólíklega vildi til að einhver hér sé ekki búinn að sjá hana þá skal hann ekki lesa þetta;).
Myndin fjallar um Skosku stríðshetjuna og frelsisbaráttumanninn William Wallace (Gibson), sem er í fyrstu venjulegur maður sem vill aðeins eignast börn, og heimili eins og hver annar maður. Þótt að faðir hans og bróðir höfðu verið myrtir af Enska hernum í æsku hans, þá er hefnd hans ekki farin að ráðast fram, þó honum hafi alltaf langað í sjálfstæði þá byrjar hann aldrei að berjast fyrir því fyrr en að kona hans er myrt á hrottalegan hátt, þá fær hann með sér hóp uppreisnarmann sem hefja uppreisn gegn Englandi.
Allt virðist ætla að ganga óvanalega vel hjá uppreisnarmönnunum og hafa þeir þurrkað út öll Ensk þorp á Skotlandi, en svo þegar eitt flottasta bardagaatriðið og að mínu mati það besta kemur þá sanna uppreisnarmennirnir mátt sinn, í bardaganum við Stirling, þar sem þeir fá í lið með sér helstu heri Skotlands.
Þetta er hreint magnað atriði og eitt það grófasta sem ég hef séð, reiðin og grimmdin í því er ótrúleg og blóðið sem flæðir út um allt. Þetta atriði er bara hreint út sagt magnað, einnig er byrjunin á því frábær, þar sem kemur fram ein frægasta ræða í kvikmyndasögunni.
Aðal “vondi” kallinn í myndinni mætti segja að væri hinn grimmi konungur Englands Edward “the longshanks” (McGoohan), en hann fer að verða smeykur við Wallace eftir þessa ógnun við ríki hans, og hyggst senda prinsessu Englands (Marceau) til að bjóða vopnahlé, eins og búast má við, mótmælir Wallace því, en prinsessan verður virkilega hrifin af William þó hún hafi verið gift og verður William líka hrifinn af henni.
Allt heldur svo áfram að ganga vel þar til í hinum fræga bardaga við Falkirk, en *Spoiler* það var fyrsti bardaginn sem uppreisnarmennirnir höfðu nokkurntímann tapað, þetta var samt geðveikt bardaga atriði, þarna dógu margir af helstu aðilum uppreirnsarinnar sem var að vísu ákveðið drama að sjá*Spoiler*
Nú fer að ganga verr hjá uppreisnarmönnum og hafa margir ef ekki lang flestir uppreisnarmennirnir sem enn voru á lífi misst trúna, en Wallace var alltaf þekktur fyrir að vera svo blindur í trú sinni á frelsið, svo hann missir ekki trúna, heldur heldur áfram að berjast. Brátt sér konungur Englands að ekki sé hægt að drepa Wallace í bardaga svo hann reynir hinar ýmsu brellur til að handsama hann, en engin af þeim virðist ætla að ganga, segi ekki meir.
Næstsíðasta atriðið með pyntingarbekkinn, er líka eitt það magnaðasta og ábyggilega besta atriði myndarinnar að mínu mati, maður fær gæsahúð á því að horfa á þetta, flottheitin og hugrekkið og stoltið sem kemur fram í atriðinu er satt að segja hreint magnað og ekkert annað.
Svo er það síðasta atriði myndarinnar, sem er líka gjörsamlega frábært, og einstaklega flott þegar Hamish Campbell(Gleeson) kastar sverði Wallace í átt að Bretunum og svo hlaupa Skosku hermennirnir af stað til orustu, þetta er líka frábært atriði!
Í heildina séð er þetta frábær mynd í alla staði að mínu mati og mjög vel gerð, vel leikin og allt, myndin er raunsæ og flott og góður fílingur í myndinni allan sýningartímann. Leikstjórnin og sviðsmyndirnar eru hreint magnaðar og flott alltaf að sjá hið fagra landslag Skotlands. Leikararnir finnst alveg óaðfinnalegir, Mel Gibson stendur sig eins og venjulega með prýði, en ef það er einhver leikari sem mér finnst standa uppúr þá er það Brendan Gleeson í hlutverki sínu sem Hamish, mér finnst hann bara túlka hann mjög vel og er mikill karakter í honum, einnig stendur Patrick McGoohan sig mjög vel sem “vondi” kallinn Longshanks.
Svo er það eitt aðalatriðið við myndina en það er tónlistin, sem James Horner sér um en hann er þekktur fyrir góða kvikmyndatónlist, tónlistin í þessari mynd er mjög flott og fær sekkjapípan vel að njóta sín þar sem þetta er nú Skosk mynd.
Þetta er semsagt svakalega góð mynd sem allir kvikmyndaáhugamenn ættu að sjá ef þeir eru nú ekki búnir að því, myndin fékk líka 5 óskarverðlaun af 10 tilnefningum, fær fullt hús hjá mér *****/*****