Crouching Tiger , Hidden Dragon
Var að sjá myndina Crouching Tiger,Hidden Dragon á Kvikmyndahátíð í Reykjavík.Hafði heyrt mikið um þessa mynd og varð ekki fyrir vonbrigðum.Leikstjórinn heitir Ang Lee en hann gerði myndina Sense and Sensibility.Þessi mynd var valin besta myndin af áhorfendum á kvikmyndahátíðinni í Toronto.Þetta er ástarsaga með miklum bardagaatriðum.Bjóst svo sem ekki við miklum bardagaatriðum þar sem þessi leikstjóri hefur aðallega gert rómantískar myndir.Samt sjást sumar flottustu slagsmálasenur sem sést hafa í kvikmynd.Myndin fjallar um unga kínverska konu(leikin af Michelle Yeoh) sem á að giftast gegn vilja sínum.Hún ákveður að gera uppreisn og hefur meðal annars lært bardagalist sem virðist aðallega ganga út á það að yfirvinna þyngdaraflið(minnir stundum á Matrix).Hún stelur meðal annars töfrasverði miklu og lendir í ýmsum ævintýrum.Ég ætla þó ekkert að fara nánar út í söguþráðinn, en verð samt að minnast á eitt atriði.Í því atriði berjast tvær konur inni í leikfimisal og nota hin ýmsu vopn.Þessar konur taka þessa kalla eins og Jackie Chan,Bruce Lee og Jet Li gjörsamlega í nefið.Myndin er þó ekki bara bardagamynd,heldur líka ástarmynd og eru þau atriði mjög vel heppnuð.Aðrir leikarar svo sem Chow Yun Fat standa sig mjög vel.Gef myndinni 9 af 10 mögulegum.