Bara að taka það fram, ég er ekki endilega að taka bara þær myndir sem mér finnst “bestar”, hvort þær séu skemmtilegar spilar líka mikið inní, enda horfi ég ekki oft á þessar “góðu” myndir, þær horfi ég nú yfirleitt bara 1-2 sinnum á.
Ocean's Eleven[2001]
Þessi mynd finnst mér hreint út sagt ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð held ég að ég geti fullyrt. Ég get horft endalaust á hana en samt alltaf haft jafn gaman að - Síðan skín svo í gegn hvað leikararnir höfðu gaman við upptökurnar, ekkert í þessari mynd finnst mér of tilgerðarlegt eða of ýkt.
Æðisleg kvikmynd og á alveg rétt á sér hérna.
Die Hard[1988]
Þessi mynd, hefur það, þetta það er eitthvað element sem ekki er hægt að úskýra, eins og með OE er ekki hægt að fá leið á þessari mynd, endalaus skemmtun, saman hversu oft maður horfir á hana! Og svo náttúrulega Bruce Willis uppá sitt besta - Ómissandi hver einustu jól. Þrátt fyrir allar byssurnar, allt blóðið og alla spennuna finnst mér þetta vera ein mesta og besta jólamynd allra tíma!
The Shawshank Redemption[1994]
Þessi mynd - Þessi mynd. Einhverntíman leiddist mér í sumarbústaðarferð og fann einhverjar DVD myndir þarna(ekki fáar, voru svona 50). Svo ég spurði pabba: “Pabbi er einhver mynd þarna sem þú getur mælt með?” Pabbi benti mér á “The Shawshank Redemption”, mynd sem ég vissi ekkert um en ákvað samt sem áður að kíkja á, en bjóst nú samt sem áður ekki við því að hún yrði mjög góð(Ég er pabbastrákur og treysti honum nú yfirleitt en var hikandi þarna). Ég horfði á hana og horfði á hana aftur og aftur, ætli ég hafi ekki horft á hana svona 4 sinnum í þessari helgarferð. Frábær mynd sem hefur það, rétt eins og Die Hard. Ef þið hafið ekki séð hana þá eigð þið að gera það ekki seinna en í gær! Og endirinn er einn sá allra óvæntasti, maður býst ekki við þessu!(Allavega ekki ég)
Shrek[2001]
Shrek er fyndin, mjög fyndinn, satt að segja er þetta ein af þeim kvikmyndum sem maður þarf helst að horfa á tvisvar - Maður missir alltaf af einhverju þegar maður er að þurrka tárin úr augunum. Einstaklega falleg mynd og skemmtilega teiknuð og talsett, ég gleymdi satt að segja stundum að ég væri að horfa á teiknimynd, þá er mikið sagt. Mæli eindregið með þessari mynd fyrir aldna sem unga, má segja að að takmarkshópurinn(Hópurinn sem hún á að ná til) sé 2 til 124 ára.
-Svíkur engan, sama hversu oft er horft á hana.
Scarface : The World is Yours[1983]
Scarface, Tony Montana - Þessi mynd, er bara gullkorn ein og sér. Það er eitthvað við þessa mynd, nún hefur skemmtunina, verður ekki leiðinleg eða langdregin þrátt fyrir að vera löng og gæðin. Með öðrum orðum : Hún hefur allt. Það er svo mikið að setningum þarna sem gætu brotið niður heil veldi/heilar plánetur/alheiminn og drepið þau úr hræðslu. Hann er svo harður, en Pacino gerir það svo vel að hann gerir það sjúklega svalt. Þessi gaur má skjóta mig anytime!
Hún hefur einnig það.
Godfather 1[1972]&2[1974]
Ástæðan fyrir því að ég set þessar myndir saman er að þær eru eins, efnislega séð. En þessi, önnur mynd sem að Pacino gerði, hann gerði hana að þessari góðu, svölu, og geðveiku kvikmynd!
Það er svo flott að sjá hann klífa upp virðingarstigann, skref fyrir skref og sjá hann verðu öflugri og máttugri - Ég lagði aldrei á mig að horfa á Part 3 því það er sagt að hún sé alveg arfaslöpp og ekki þess virði að horfa á(Miðað við fyrri 2). Francis Ford Coppola og Pacinoinn uppá sitt besta.
Snatch[2000]
Þessi mynd er ein af skemmtilegri myndum sem ég hef séð og síðan er hún líka svo fjandi góð. Myndatakan í henni er æðisleg. Húmorinn í henni er æðislegur. Leikararnir í henni eru æðislegi. Og myndin sjálf er æðisleg. Mér hefur aldrei líkað neitt svakalega vel við Pitt sem leikara en mér finnst hann alveg frábær í þessari mynd, skemmtileg persóna, svöl en sýnir samt tilfinningar. Hreimurinn hjá honum er líka frábær. Hvernig svertingjarnir eru feiljurs á alla kanta gerir hana líka frábæra.
Get einungis einu bætt við. Frábær kvikmynd.
Bara taka eitt fram, þetta eru mínar skoðanir og ég er ekki að biðja um skítköst yfir þær.
(Afsakið allar villur, er að skrifa hana svolítið seint um kvöld..)