Mig langar til þess að telja upp mínar 15 uppáhaldsmyndir, og segja hvers vegna ég vel þær…

1. Finding Neverland…
Ástæða: Það er erfitt að segja. Vanalega er ég ekki hrifinn af myndum af þessu tagi, þó ein og ein fari í DVD spilarann sem mér fynnst góðar. Snilldarlega vel leikin af öllum, og þá sérstaklega Johnny Depp, og Freddy Highmore… Það er reyndar staðreynd að ég á eftir að finna lélega mynd þar sem Johnny Depp er lead…

2. LOTR FOTR…
Ástæða: Ein besta bók sem ég hef lesið, en myndin er mjög samkvæmt henni. Peter Jackson er frábær leikstjóri, tæknibrellurnar eru magnaðar, og Sean Astin og Sir Ian Mckellen sýna frábæran leik, þó svo að allir leikarar myndarinnar sýni góðan leik.

3. Raiders Of The Last Ark…
Ástæða: Frábær ævintýramynd. Harrison Ford er magnaður sem Jones. Steven Spielberg er góður leikstjóri, og tónlist John Williams er akkúrat, hæfir myndinni frábærlega. John Rys Davies er góður sem Sallah…

4. Pirates of the Caribbean: The curse of the Black Pearl…
Ástæða: Mögnuð mynd. Johnny Dep sýnir enn og aftur að hann er einns sá albesti leikari sem komið hefur fram í Hollywood í langan tíma. Hefði reyndar verið betri ef Christian Bale hefði komið í stað Orlando Bloom, en maður leiðir hann bara hjá sér. Knightley er fín í sínu hlutverki. Skemmtilegir karakterar, flott saga, og tónlistin er mögnuð. Flottar tænibrellur, og yfir höfuð fyrirmyndar kvikmynd.

5. A New Hope…
Fyrsta myndin í Star Wars sögunni er að mínu mati jafnframt sú albesta. Góð saga, skemmtilegir karakterar (Han, C3PO, RD D2, Obi Wan). Tænkiundur á sínum tíma, og að vanda á John Williams sinn þátt í að gera myndina kraftmikla.

6. Forrest Gump…
Ástæða: “My name is Forrest, Forrest Gump, and they call me Forrest Gump…” Snilldarlega leikin mynd, Tome Hanks átti fullkomlega skilið að fá óskarinn fyrir leik sinn. Fyndin mynd, ein að sama skapi alvarleg. Gary Sinise og Robin Wright Penn skila sínu að vanda.

7. The Last Crusade…
Ástæða: Þarf að segja fleira? Ford og Connery smella saman, og sagan er frábær. Kraftmikil og skemmtileg ævintýramynd…

8. Lotr ROTK…
Ástæða: Lokamynd þríleiks Jacksons er frábær, ótrúlegar tæknibrellur, og tónlist Howard Shores gera hana sérlega áhrifamikla, svo ekki sé mynst á söguna, sem er, ja mögnuð. Allir sýna góðan leik hér, þó mér finnist Sean Astin stela senunni sem Sómi Gamban. “A movie milestone.”

9. The Empire Strikes Back…
Ástæða: Magnað framhald A new hope og gefur fyrri myndinni lítið eftir. Eitt það besta við hana er Billy Dee Williams, sem sýnir góðan leik sem Lando Calrissian. Carrie Fisher er góð, og að sjálfssögðu Anthony Daniels sem C3PO. Snilld…

10. Pirates of the Caribbean: Dead man's chest…
Ástæða: Johnny Depp. Skemmtileg ævintýramynd, þó svo að skrímslin í þessari séu svolítið “over the topp”. Skemmtilegt handrit, og tæknibrellur. Bill Nighy og Stellan Skarsgard eru góð viðbót við leikhóp, sem nú þegar er mjög spennandi og skemmtilegur…

11. National Treasure…
Ástæða: Skemmtileg mynd, með spennandi sögu og skemmtilegum samsæriskenningum. Justin Bratha er frábær sem Riley Poole, og Sean Bean hentar vel sem Ian. Diane Krueger er mjög góð sem Abigail Chase, og ekki skemmir fyrir að hún er HOT. Nicolas Cage er allt í lagi. Mikill hraði og hún missir aldrei niður tempóið. Framhald á leiðinni… YES!

12. LOTR TTT
Ástæða: Hrikalega skemmtilegur annar kafli í sögunni um Fróða og alla hina. Snilldarlega vel leikin, og magnaðar tæknibrellur. Sú mynd sem er mynnst samkvæmt bókinni, og nefni ég sem dæmi Hjálmsdýpi. Samt sem áður framúrskarandi fantasíumynd…

13. Die Hard…
Ástæða: TÖFF stöff. John McClane er NAGLI. Hann er óendanlega svalur, sem og myndin öll. Bruce Willis er góður sem John, þó er það Alan Rickman sem sýnir leik sem er óskarsverðlauna virði. Einn besti “evil genius” sem nokkru sinni hefur komið fram á hvíta tjaldinu…

14. Harry Potter and the Prisoner of Azkaban…
Ástæða: Nú segja eflaust margir; “Ha???”. Heh, skil það alveg. Cúarón er góður leikstjóri, og allir eru að mínu mati frábærir í sínum hlutverkum, og þá helst Gary Oldman, Maggie Smith, David Thewles, Timothy Spall og Alan Rickman og Dame Maggie Smith. Ég fæ hins vegar hausverk af því að hugsa um Daniel Radcliffe og Michael Gambon, ég meina hvað var fólk að hugsa þegar þessir tveir voru ráðnir?!?!?! Það er satt að erfitt væri að fylla skó Richard Harris (R.I.P), en það hefði mátt gera betur. Og ef Daniel Radcliffe var sá besti til að vera Harry, þá virðist mér sem Bretar sé farið að vanta ungt hæfileikafólk…

15. Back to the future I
Ástæða: Margar myndir komu upp í hugann þegar kom að því að velja þetta sæti, en ég ákvað að velja mynd Robert Zemeckis um Marty McFly, og ferð hans aftur í tímann. Góð saga, skemmtilegt plott, og áhugaverðir karakterar gera hana að skemmtilegri ævintýramynd. Michael J. Fox er frábær sem Marty, en sennilega finnst mér Christopher Lloyd og Crispin Glover jafnvel enn betri, og þá er nú mikið sagt. Góð tónlist, og skemmtilegur húmor.

Endilega segið frá ykkar uppáhalds, og ekki myndi skemma ef þið kæmuð með rök fyrir áliti ykkar, það er bara skemmtilegra :)