The Others The Others sem verður frumsýnd hér á landi 2 nóvember er að sögn margra hrollvekjandi thriller. Myndin er búin að fá afbragðsdóma í usa og flest allir sem hafa séð The Others segja að hún sé frábær. The Others skartar Nicole Kidman í aðalhlutverki og fjallar hún um unga konu sem á víst að heita Grace ( Nicole Kidman ). Eiginmaður hennar er á vígstöðum í Frakklandi ( myndin gerist árið 1945 ) og flytur hún með börnum sínum tveimur í drungalegt afskekkt sveitasetur á einhverri eyju. Börnin tvö, Anne og Nicholas þjást af gífurlegu ljósofnæmi og þurfa þau því stöðugt að vera í myrkri, en hún aumingja Grace þarf út af ofnæmi barnanna alltaf að passa sig á því að loka alltaf hverri hurð bakvið sig svo að börnin labbi ekki óvart í ljós . Síðan er allt auðvitað reimt og spooky.

The Others er að svo ég haldi frumraun Alejandro Amenábar sem leikstjóra. Ég bíð spenntur eftir The Others og ég þakka bara æðri máttum fyrir að ég þurfi aðeins að bíða í tvær vikur í viðbót.