Þá er komið að seinni hluta greinarinnar um Jim Carrey. Fyrri greinina má sjá neðar á áhugamálinu.
21. öldin byrjaði á snilldar myndinni Me, Myself & Irene þar sem hann lék lögreglu geðklofann Officer Charlie Baileygates/Hank Evans. Þetta er að mínu mati ein af fyndnari myndum sem Jim Carrey hefur leikið í, túlkunin á karakterunum (tveimur) er með ólíkindum! Sama ár kom svo út jólamyndin How the Grinch Stole Christmas þar sem hann lék Grinch sjálfan, um þessa mynd hef ég ekki mikið að segja vegna mikillar ógleði þegar ég fór á hana á sínum tíma. Endaði á því að hlaupa út og skella einni gulri í jörðina. Árið 2001 lék hann í myndinni The Majestic sem er að vina minna sögn ansi steikt mynd en engu að síður sýnir Carrey afbragðsleik enn einu sinni, mynd sem ég á eftir að sjá! Nú var komið að því að hlaða batteríin og taka smá pásu, árspásu.
Stuttmyndin Pecan Pie kom út árið 2003, stuttmynd sem ég skil hreinlega ekki, en þar er hann að keyra bíl sem lítur út einsog rúm og svo er hann að syngja Pecan Pie eftir Elvis Presley… mjög spes en mæli engu að síður með því að þið kíkjið á þetta á www.youtube.com. Hann bætti þetta þó upp með því að fara með hlutverk Bruce Nolan í myndinni Bruce Almighty þar sem honum gefst allt í einu það tækifæri að vera hinn eini sanni Guð, sem tekst upp með misjöfnum árangri. Mjög góð mynd í alla staði sem er líklega ein af hans frægari.
Árið eftir kom út að mínu mati hans langbesta mynd sem leikari, en þar lék hann Joel Barrish af svo mikilli snilld að ég á erfitt með að halda vatni yfir því að tala um það. Ég er auðvitað að tala um myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Myndin var samansafn af mjög góðum leikurum og útkoman var auðvitað mjög góð mynd. En meðal leikara voru Elijah Wood, Kate Winslet og Kirsten Dunst. Margir gagnrýnendur eru með móral yfir myndinni og segja að hún sé ekki skemmtileg vegna þess að í henni leikur Jim Carrey ekki grínhlutverk og það er súrt að fólk sé blint fyrir þessari mynd. Flókin mynd samt sem áður fyrir marga en það nægði mér að horfa á hana tvisvar sinnum til að skilja hana. En með góðri mynd fylgir stundum léleg á eftir og sú varð raunin. Fyrir utan langt og leiðinlegt nafn þá var Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events mjög leiðinleg mynd og að mínu mati hans lélagasta hingað til af öllum þeim sem ég hef séð. Eitthver svona Harry Potter fílingur sem ég fýla bara engan vegin, Carrey sýnir þó nokkur tilþrif í myndinni en að lokum er söguþráðurinn og aðrir leikarar virkilega að drepa í myndinni, þó aðallega krakka leikararnir.
Þá er komið að síðustu mynd Jim Carrey þegar þessi pistill er skrifaður en það var myndin Fun with Dick & Jane sem kom út árið 2005. Myndin fjallar um velstæðan mann í góðu fyrirtæki sem á konu og barn og bamm.. allt í einu er allur peningurinn horfinn eftir að fyritækið sem hann vinnur hjá fer á hausinn og þau þurfa því að taka til örþrifa ráða. Mjög skemmtileg mynd og maður sér smá af mannlegu hliðinni í Jim Carrey í myndinni.
Þá hef ég farið ansi gróflega yfir allar kvikmyndir sem hafa getið sér eitthvað til eitthvers nafns með honum Jim Carrey. Það eru tvær myndir með kauða væntanlegar núna, ein kemur 2007 og hin kemur árið eftir. Get ekki beðið! En ykkur til mikillar óánægju býst ég við að þá er ég alls ekki hættur að skrifa.
Jim Carrey hefur verið ansi heppinn með kvenkyns mótleikara í myndunum sem hann hefur leikið í en margar af flottustu drottningum kvikmyndasögunnar hafa verið fyrir framan tökuvélina með kauða. Ber þá helst að nefna Cameron Diaz (The Mask), Courtney Cox (Ace Ventura: Pet Detective) og Jennifer Aniston (Bruce Almighty). Svo eru einnig minnimáttar skvísur sem eru ansi vanmetnar að mínu mati en það eru Kate Winslet (Eternal Sunshine of the Spotless Mind), Lauren Holly (Dumb and Dumber) og Renée Zellweger (Me, Myself & Irene).
Hann hefur einnig leikið í nokkrum myndum sem gæða ansi skemmtilegar hugmyndir. En það eru Bruce Almighty, Eternal Sunshine of the Spotless Mind og The Truman Show. Skemmtilegar pælingar á bakvið þessar myndir og gaman að ræða um myndirnar við eitthvern sem er skemmtilegur. Þær sýna það og sanna hvað Jim Carrey er ofboðslega góður leikari yfir höfuð, sérstaklega í þessum tveim síðastnefndu. Hann getur gert annað en látið mann hlæja og það sýnir vel hve fjölhæfur sem leikari hann er.
Að lokum vill ég bara segja að Jim Carrey hefur trúlega sannað sig sem einn frægasti og stærsti leikari allra tíma! Og á hann það fyllilega skilið, hann getur bæði leikið hinn mesta aula og einnig hinn mest einlæga lúða. Hann getur líklega leikið allt! Leikari sem fær þig til að hlæja og jafnvel grenja úr hlátri. Hann getur einnig skilið þig eftir með spurningarmerki í hausnum. Ef leikari fær þig til að hlæja þá fær hann þig til alls kyns ástands og það er og hefur lengi verið mín skoðun. Jim Carrey hefur verið, er og verður ávallt mín fyrirmynd og verður gaman að fylgjast með honum í nánari framtíð. Torfi ”Carrey” kveður í bili og þakkar kærlega lesturinn!
Hérna er svo topp 5 listinn hjá mér yfir bestu myndirnar..
1. Dumb and Dumber
2. Eternal Sunshine of the Spotless Mind
3. Truman Show
4. Me, Myself & Irene
5. Ace Ventura: Pet Detective & When Nature Calls (Get ekki gert uppá milli)
Heimildir
personal.ansir.com/wms/carrey.htm
www.imdb.com