En allavega, svona röðuðust svörin :
1. sigurdurjons, kitiboy, babbo, arihrannar, arnarj, VOB, Novalogic, Sammi92, thedoctor, gaulverji, Mancio, kursk, Grettir, sofus,
2. babbo, arihrannar, arnarj, Novalogic, thedoctor, gaulverji, sofus,
3. kitiboy ½, babbo, arnarj, Sammi92 ½, thedoctor, gaulverji, kursk, sofus ½,
4. arihrannar, arnarj, thedoctor, sofus,
5. sigurdurjons, kitiboy, babbo, arnarj, VOB, Sammi92, thedoctor, gaulverji, Mancio, kursk, sofus,
6. arnarj, VOB, Novalogic, Mancio, kursk, Grettir, sofus,
7. sigurdurjons, kitiboy, babbo, arnarj, VOB, Giz, thedoctor, Mancio, kursk, Grettir ½, sofus,
8. arnarj, thedoctor, kursk, sofus,
9. kitiboy, arnarj, Giz, thedoctor, kursk, sofus,
10. kitiboy
arnarj … 9 stig
sofus … 8 ½ stig
thedoctor … 8 stig
kursk … 7 stig
kitiboy … 5 ½ stig
babbo … 5 stig
VOB, gaulverji, Mancio … 4 stig
sigurdurjons, arihrannar, Novalogic … 3 stig
Sammi92, Grettir … 2 ½ stig
Giz … 2 stig
1. Spurt er um bræður. Þeir slógu í gegn um miðjan síðasta áratug með mynd um tvo misþroska vini sem leggja í langt og strangt ferðalag til að skila skjalatösku. Fjórum árum síðar gerðu þeir svo frábæra gamanmynd um unga konu sem tryllir alla karlmenn sem hún hittir. Fyrir nokkrum árum síðan lýstu bræðurnir því yfir að þeir ætluðu að gera “fyndnustu mynd allra tíma.” Að þeirra mati hafa þeir ekki enn gert hana, en það kemur að því. Hvaða bræður eru þetta?
Þetta eru Peter og Bobby Farrelly, hinir stórskemmtilegu leikstjórar og handritshöfundar. Þeir eiga að baki m.a. Dumb & Dumber, Kingpin, There’s Something About Mary (sem er btw ein fyndnasta mynd allra tíma), Me, Myself and Irene, Stuck on You og fleiri.
2. Spurt er um leikara. Hann lék í gríðarlega vinsælum grínþáttum á 9. áratugnum og þegar þeir lögðu upp laupana hafði hann ekki mikið fyrir stafni, tók að sér eitt og eitt gestahlutverk í sjónvarpsþáttum. Undanfarin ár hefur leikarinn gert góða hluti í raddsetningnum hjá Disney þar sem hann hefur farið á kostum. Leikarinn á þátt í að koma 5 teiknimyndum sem Disney hefur gefið út, í samvinnu við Pixar, inn á topp 250 imdb.com listann, þ.á.m. leikfangamynd um Vidda kúreka og Bósa ljósár. Alls ekki slæmur árangur það. Hvaða leikari er þetta?
Þessi vafðist aðeins fyrir fólki. Þetta er ekki Tim Allen, en fín ágiskun samt. Þetta er enginn annar en snillingurinn Cliff Clavin úr Cheers þáttunum góðu, leikarinn heitir John Ratzenberger og fer á kostum í Disney/Pixar myndunum.
3. Í tveimur frægum myndum hefur eftirfarandi símanúmer birst, 555-0134. Hvaða myndum? (Hálft stig fyrir hvort)
Þetta var dálítið nasty spurning, símanúmer eru sjaldan eftirminnileg úr kvikmyndum. Einhverra hluta vegna er þetta númer eftirminnilegt fyrir mér. Það birtist í Memento og Fight Club.
4. Spurt er um leikstjóra. Á sínum ferli var hann tilnefndur fimm sinnum til Óskarsverðlauna og vann þau tvisvar. Fyrir nokkrum árum vakti það mikla athygli, þegar hann fékk Heiðursóskarinn, að margir viðstaddra á hátíðinni neituðu að standa upp og heiðra leikstjórann. Ástæðan var sú að fljótlega eftir Síðari Heimsstyrjöldina, þegar kommúnisminn var að ryðja sér til rúms í heiminum, kjaftaði hann kollega sína til yfirvalda sem leiddi til þess að margir í kvikmyndabransanum lentu á svörtum lista yfirvalda og ferill þeirra fór í vaskinn. Þegar leikstjóranum var afhentur Heiðursóskarinn, þakkaði hann lítillega fyrir sig og sagði: “Ég held að það sé best að ég komi mér í burtu, mér sýnist ég ekki vera velkominn hér.” Hvaða leikstjóri er þetta?
Elia Kazan heitir þessi leikstjóri og átti mjög góðan feril sem leikstjóri. Hann gerði m.a. On the Waterfront (vann Óskar fyrir) og Streetcar Named Desire með Marlon Brando og svo East of Eden með James Dean. Ég varð vitni að þessu atviki á Óskarnum og fannst það mjög sorglegt hvernig hann var heiðraður.
5. Stikkorð. Eitur - Sérsveitarmenn - Flugvélar - Eyja - Fangelsi - Hnit. Hvaða mynd er hér átt við?
The Rock er myndin! Algjör snilld.
6. Spurt er um leikkonu. Hún hefur leikið glæpakvendi, strippdansara og syrgjandi ekkju. Hvaða leikkona er þetta?
Þetta er Demi Moore. Ég var hissa hve fáir gátu þessa.
7. Orðarugl. Raðaðu saman þessum stöfum og þá kemur rétt heiti myndarinnar út: LMOALHUNDL IDVER
Þetta er Mulholland Drive eftir David Lynch.
8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i21.photobucket.com/albums/b288/robertfm/Trivia36-1.jpg
Þetta er úr Hudsucker Proxy eftir þá Coen bræður með Tim Robbins og Paul Newman í aðalhlutverkum.
9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i21.photobucket.com/albums/b288/robertfm/Trivia36-2.jpg
Out of Time heitir þessi mynd með Denzel Washington og þokkagyðjunni Evu Mendes.
10. Hvaða leikstjóri er þetta? http://i21.photobucket.com/albums/b288/robertfm/Trivia36-3.jpg
Þetta er hinn þýski mistæki leikstjóri Wolfgang Petersen sem tókst á glæsilegan hátt að rústa Troy og The Perfect Storm. Hann á líka sína spretti, t.d. In the Line of Fire, Outbreak og hans besta mynd, Das Boot.
Þið fáið frest fram á helgi að skila inn svörum úr triviu 37, þátttaka er góð en það væri gaman að fá fleiri svör. Takk fyrir mig!
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.