Fyrst að From Hell verður frumsýnd um helgina í usa ætla ég að fara aðeins yfir hana.
From Hell skartar þeim Johnny Depp ( Sleepy Hollow, Ed Wood ) , Heather Graham ( Austin Powers 2: The Spy Who Shagged Me ) og Ian Holm ( sem mun næst bregða fyrir í STÓRMYNDINNI Lord Of The Rings ) í aðalhlutverkum og fjallar hún um raðmorðingjan Jack The Ripper sem gekk um stræti London borgar árið 1888 og myrti fólk. Johnny Depp leikur lögreglufulltrúa sem reynir að ná Jack The Ripper.
Myndin var sýnd á Toronto International Film Festival og hefur hún verið að fá góða dóma. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Hughes bræður ( Albert Hughes og Allen Hughes ) sem meðal annars hafa gert gæðamyndirnar Dead Presidents og Menace 2 Society .
Myndin er búin að fá rated-R stimpilinn í bandaríkjunum.
Ég er ekki búin að sjá nein realese date á íslandi fyrir myndina, en ég vona innilega að hún komi brátt á klakann. From Hell lýtur út fyrir að vera mjög áhugaverð og trailerinn sem ég sá af henni var bara nokkuð góður. Ég er mjög spentur fyrir þessari!