Nýlega sá ég hasar/spennu myndina Con Air. Leikstjóri myndarinn er Simon West. Simon West hefur leikstýrt myndum á borð við Tomb Raider, Black hawk down 1 og 2 og Generals daugther. Myndin kom í kvikmyndahús árið 1997. Con Air fjallar um hermanninn Cameron Poe.
Cameron er nýútskrifaður úr hernum og fer beint og hittir konu sína Tricia Poe sem gengur með stúlkubarn eftir Cameron. Þau hittast á krá nálægt heimili þeirra þar sem nokkrir ,,fastagestir’’ kráarinnar eiga orðaskipri við Cameron um að hann sé bleyða og Bandaríkin hafið tapa Víetnamstríðinu útaf aumingja eins og honum. Cameron lætur þetta ekki á sig fá og gengur útaf kránni með konu sinni. Á bílastæði kráarinnar ráðast mennirnir að Cameron og einn þeirra er með hníf og ætlar að drepa Cameron. Cameron notar þá herkunnáttu sína til þess að yfirbuga manninn en þá snýst hnífurinn og endar í hálsi mannsinns og hann deyr samstundis. Cameron fær sjö ára fangelsisdóm en vill ekki játa sig sekan um að hafa drepið manninn, enda þetta eingöngu sjálfsvörn.
Eftir sjö ára fangelsisdóm er dóttir Camerons orðin 7ára. Hann er gríðarlega spenntur að hitta dóttur sína og sníkir sér far með fangaflugvél sem er á leiðinni til Las Vegas þar sem Cameron ætlaði að hitta fjölskyldu sína. Í flugvélinni eru hinir mestu glæpamenn eins og Cirus Grissom oft nefndur Cirus the virus, dæmdur fyrir morð, vopnuð rán o.fl.( leikinn af John Malkovich), Nathan Jones oft nefndur Diamond Dog og var fyrirliði svörtu skæruliðanna í Bandaríkjunum og mikið fleiri glæpamenn. Cirus og Nathan ná yfirárðum yfir vélinni með hjálp annara fanga og við þetta verður Cameron mjög svekktur því hann vill bara komast hrakfallalaust til Los Angeles til að geta hitt fjölskyldu sína. Þetta vita hinir fangarnir ekki og hann þykist eiga á höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm.
Flugvélin á að stoppa í Boston og taka inn nokkra fanga og fá inn nokkra. Cirus notar því tækifærið og keflar alla flugfangaverðina og klæðir þá í fangabúninga og lætur líta út fyrir að þeir séu fangarnir sem eiga að fara út. Frá Boston kemur fangi sem kann að stýra flugvél og lætur Cyrus hann um það. Þeir taka stefnuna á Lerner flugvöll (eins klst. Keyrsla frá Las Vegas). Þar stoppa þeir til að fylla tankinn af bensíni en Cameron gefur lögreglunni leynd símaskilaboð um að þeir hafi lent á Lerner flugvelli úr skrifstofusíma. Herinn mætir á svæðið og nær að yfirbuga fangana en Cyrus, Nathan og flugmaðurinn komast undan. Löggan sem Cameron sendi símboðin og Cameron elta fangana á mótorhjólum en þeir höfðu einhvernveginn náð í slökkviliðsbíl sem stóð nálægt flugvellinum. Þeir ná föngunum af bílnum og Cyrus og Nathan deyja en flugmaðurinn fer með þeim í löggubíl. Eftir allt saman hittir Cameron konu sína og dóttur sem hann hafði aldrei séð og mjög rómantískt andrúmsloft kemur í myndinni. Þessi mynd var engin verðlaunamynd af mínu mati og ég gef henni einkunina sex af tíu mögulegum.