Ég ætla skrifa örlítið um væntanlega bíómynd en hún heitir Donnie Darko. Söguþráður myndarinnar er frekar frekar flókinn og er alltstaðar reynt að segja sem minnst um hann. Það sem maður hefur aftur á móti fengið að vita er að myndin fjalli um ungann strák Donnie Darko (Jake Gyllenhaal) sem lendir í einhverskonar slysi. Þegar Donnie hefur náð sér að fullu fer hann að sjá hluti sem við eigum ekki að geta séð. Donnie heldur því fram að einhvers konar risa kanína hafi bjargað honum úr úr slysinu og að hún segi honum hvað hann eigi að gera. Donnie byrjar að sjá hluti með öðru sjónarmiði og segist geta séð fram í tímann og gert ýmsa hluti sem aðeins öðrum getur dreymt um en þegar vinir hans vilja að hann leiti hjálpar lítur hann á það sem ógnun og þá byrja verulega skrítnir hlutir að gerast. Þetta er í grófum dráttum um hvað myndin snýst en aðsjálfsögðu getur einhvað ekki staðist því ég hef sjálfur ekki séð myndina. Donnie Darko fær eindregið góða dóma hjá þeim sem hafa séð hana á prufu sýningum og á kvikmynda hátíðum t.d fær hún 8.0 eftir 86 votes á www.imdb.com og aðeins einn af sagði að hún væri léleg á meðan hinir 10 lofuðu henni góðu. Einn líkti henni við Lost Highway, hvort að það sé satt veit ég ekki en ég veit þó að flest allir sögðu hana vera mjög dimma. Ef þið hafið áhuga á að skoða meir um hana þá er hægt að kynna sér eitthvað um hana á www.donniedarko.com og síðan er einnig hægt að nálgast trailerinn hérna
<a href="http://www.donniedarko.com/info/Donnie20Darko_small.mov">texti</a>
Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 26 október.
Drew Barrymore …. Ms. Pomeroy
Noah Wyle …. Dr. Monnitoff
Jake Gyllenhaal …. Donnie Darko
Patrick Swayze …. Jim Cunningham
MPAA: Rated R for language, some drug use and violence.
Runtime: USA:122