En svona röðuðust svörin:
1. babbo, gremor, Mancio, sofus, kursk, clover,
2. kitiboy, gremor, trapisa, Grettir, sofus, kursk, thedoctor, clover, arnarj, sigurdurjons.
3. babbo, kitiboy, gremor, arihrannar, Mancio, trapisa, EygloByfluga, VOB, Grettir, sofus, kursk, thedoctor, clover, arnarj, sigurdurjons.
4. babbo, kitiboy, gremor, Mancio ½, sofus, kursk, thedoctor, clover, arnarj, sigurdurjons.
5. babbo, kitiboy, gremor, trapisa, VOB, sofus, kursk, thedoctor, clover, arnarj,
6. babbo, kitiboy, gremor, Mancio, trapisa, EygloByfluga, VOB, sofus, kursk, thedoctor, clover, arnarj, sigurdurjons.
7. kitiboy ½, sofus ½, kursk, clover, arnarj ½,
8. babbo, kitiboy, gremor, kursk, thedoctor,
9. babbo, kitiboy, gremor, arihrannar, Mancio, trapisa, VOB, Grettir, sofus, kursk, thedoctor, clover, arnarj, sigurdurjons.
10. babbo, kitiboy, sofus, kursk, thedoctor, arnarj,
kursk … 10 stig
kitiboy, sofus … 8 ½ stig
babbo, gremor, thedoctor, clover … 8 stig
arnarj … 7 ½ stig
trapisa, sigurdurjons … 5 stig
Mancio … 4 ½ stig
VOB … 4 stig
Grettir … 3 stig
Arihrannar, EygloByfluga … 2 stig
1. Spurt er um leikara. Hann byrjaði ferilinn á 8. áratugnum. Hann lék í mörgum myndum, aukahlutverkum mestmegnis, á 9. áratugnum og ferillinn ætlaði ekki að komast á almennilegt flug. Stóra tækifærið kom árið 1994 sem leikarinn nýtti svo sannarlega. Sú mynd er enn þann dag í dag umtöluð. Upp frá því hefur leiðin að mestu legið upp á við og hann nýtur mikillar virðingar í dag. Leikstjórar keppast við að fá leikarann í myndir sínar, stórar sem smáar. Nýjasta myndin hans vakti töluverða athygli, ekki síst fyrir sérkennilegan titil. Hver er þessi leikari?
Eðaltöffarinn og harðnaglinn Samuel L. Jackson er maðurinn. Stóra tækifærið árið 1994 er að sjálfsögðu Pulp Fiction og nýjasta myndin er Snakes on a Plane en hann lýsti því yfir að titill myndarinnar var ástæðan fyrir því af hverju hann tók hlutverkið að sér.
2. Í hvaða mynd leikur Martin Lawrance demantaþjóf?
Þessi átti að vera auðvelt en vafðist fyrir sumum, þetta er Blue Streak.
3. Angeline Jolie er öllum kunn. Faðir hennar er líka öllum kunnur. Hver er faðir hennar?
Stórleikarinn Jon Voight er pabbi Angelinu Jolie.
4. Spurt er um barnastjörnu. Þessi barnastjarna er líklegast eitt mesta krútt í sögu kvikmynda sem lék í sinni fyrstu mynd fyrir 10 árum, 6 ára að aldri. Meðal mótleikara eru Snoop Dogg og Eddie Murphy svo nokkrir séu nefndir. Frægust er stjarnan þó að hafa leikið barn Renée Zellweger. Hver er þetta?
Að mínu mati er Jonathan Lipnicki úr Jerry Maguire mesta krútt allra tíma en sumir vildu meina að það væri Macaulay Culkin. Það er bara ekki rétt. Jonathan Lipnicki er miklu meira krútt. Punktur. Ég er til í að fara í slag upp á það.
5. Spurt er um leikara. Hann hefur lengi vel verið talinn einn af hæfileikaríkustu leikurum allra tíma en skap hans og skoðanir höfðu oft á tíðum neikvæð áhrif á feril hans. Hann þótti ráðríkur og frekur og lét illa að stjórn, ekki síst í seinni tíð. Eitt árið þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, hunsaði hann hátíðina í mótmælaskyni hvernig íbúar landsins og sérstaklega Hollywood kom fram við indíána landsins. Hann vann og á móti verðlaununum tók leikkona klædd sem indíáni til að sýna fram á skoðun leikarans. Hvaða skapstóri leikari er þetta?
Flestir voru með þetta rétt en þetta er hinn magnaði Marlon Brando á Óskarnum árið 1973.
6. Orðarugl. Nafni myndarinnar hefur verið ruglað. Það er þitt að finna út hvert er rétt heiti þessar myndar: awdred issarnshoscd.
Þetta var nýbreytni sem mér fannst ansi skemmtileg. Þetta er Edward Scissorhands.
7. Aðeins tveir menn í sögunni hafa unnið Óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki og bestu mynd. Hvaða menn eru það? (Hálft stig fyrir hvorn).
Þetta var dálítið ljót spurning og mjög erfið, aðeins 2 gátu hana. Ég viðurkenni að þessi spurning var ekkert sérstaklega vel orðuð hjá mér. Hún er samt vel skiljanleg en sumir sendu mér póst og spurðu hvort þetta væri þá sama myndin (leikari og framleiðandi) en það þarf ekki að vera, leikarar geta verið framleiðendur mynda sem þeir leika ekki í og það var einmitt tilvikið með Michael Douglas árið 1975. Hann framleiddi One Flew Over the Cuckoo’s Nest sem vann Óskarinn árið eftir. Douglas fékk svo Óskarinn árið 1988 fyrir Wall Street. Hinn leikarinn var Laurence Olivier sem lék í, leikstýrði og framleiddi myndina Hamlet sem gaf honum Óskar fyrir leik og besta myndin.
8. Hver er þetta? http://www.wga.org/uploadedImages/news_and_events/101_screenplay/zemeckis.jpg
Leikstjóri Back to the Future, Forrest Gump og fleiri snilldarmynda, Robert Zemeckis.
9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://www.hollywoodjesus.com/movie/ali/01.jpg
Ali er myndin, þessi var hrikalega auðveld.
10. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://www.4c.com.br/images/filmes_gattaca_3.jpg
Þetta er Gattaca, mynd frá 1997 eftir Andrew Niccol. Þessi í hjólastólnum er Jude Law, áður en hann varð heimsfrægur.
Jæja, takið svo endilega þátt í triviu 35. Það myndi gleðja mig ógurlega mikið.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.