
Zoolander er mynd sem ég hlakkaði þó nokkuð til að sjá. Hún reyndist vera örlítið öðruvísi en ég hafði búist við en samt sem áður stóð hún nokkurn vegin undir væntingum (á grínmynda-(dellu) skala). Ben Stiller leikstýrir sjálfur myndinni og hefur hann fengið Owen Wilson til liðs við sig eftir myndina “Meet the Parents”. Myndin kom ágætlega út vegna þess að þeir sem hafa gaman af Ben stiller munu án efa hafa gaman af Zoolander vegna þess að hann Leikstýrirði, gerð handritið og lék í myndinni sem gerir þetta meira eða minna að hans mynd. Það er ekki mikið hægt að segja um Zoolander nema hvað að Will Farrell er alltaf jafn fyndinn, Það eru fullt af frægum leikurum í gestahlutverkum og sum stóru atriða myndarinnar eru það fyndinn að maður fer að tárast úr hlátri. Ben Stiller gerði tilraun til þess að gera grínmynd, hvort hún sé vel heppnuð comedia eða misheppnað rusl verðið þið að dæma um því það eru alltaf skiptar skoðanir um svona myndir. Þannig að þegar hún kemur í bíó endilega kíkið á hana og komið með ykkar eigið álit.
Ben Stiller …. Derek Zoolander
Owen Wilson …. Hansel
Will Ferrell …. Mugatu
Christine Taylor …. Matilda Jeffries
Jerry Stiller …. Maury Ballstein
Milla Jovovich …. Katinka
David Duchovny …. J.P. Prewitt
Jon Voight …. Larry Zoolander
Judah Friedlande