Að þessu sinni var alveg glimrandi góð þátttaka eða 22 sem skiluðu inn svörum. Glæsilegt það!

Annars röðuðust svörin svona og þau röðuðust mjög jafnt, sem er gott mál. Fimm með 10 stig sem mér finnst alltof mikið, ég þarf að endurskoða erfiðleikastigið fyrir næstu triviur:

1. kursk, Grettir, killy, arnarj, glock, VileDarkness, Triggz, VOB, Mancio, clover, sofus, ChocoboFan, thedoctor.
2. kursk, omgHAX, kitiboy, babbo, Foringinn, killy, arnarj, sigurdurjons, HaffiTheMen, VileDarkness, Triggz, VOB, Mancio, sofus, thedoctor.
3. kursk, kitiboy, babbo, killy, arnarj, sigurdurjons, HaffiTheMen, glock, VileDarkness, Triggz, clover, sofus, ChocoboFan, thedoctor.
4. kursk, omgHAX, Grettir, kitiboy, babbo, killy, arnarj, sigurdurjons, glock, VileDarkness, Triggz, VOB, clover, sofus, thedoctor.
5. kursk, omgHAX, kitiboy, arihrannar, babbo, killy, daxi, arnarj, sigurdurjons, HaffiTheMen, glock, VileDarkness, Toggi, Triggz, VOB, Mancio, clover, sofus, ChocoboFan, thedoctor.
6. kursk, Grettir, arihrannar, babbo, killy, arnarj, sigurdurjons, glock, VileDarkness, clover, ChocoboFan, thedoctor.
7. kursk, babbo, killy, arnarj, glock, VileDarkness, VOB, clover, thedoctor.
8. kursk, omgHAX, kitiboy, arihrannar, babbo, killy, arnarj, glock, VileDarkness, Triggz, VOB, clover, sofus, ChocoboFan, thedoctor.
9. kursk, kitiboy, arihrannar, babbo, killy, arnarj, sigurdurjons, HaffiTheMen, glock, VileDarkness, Toggi, clover, sofus, ChocoboFan, thedoctor.
10. kursk, omgHAX, kitiboy, babbo, Foringinn, killy, arnarj, glock, VileDarkness, Toggi, Triggz, VOB, Mancio, clover, sofus, ChocoboFan, thedoctor.

kursk, killy, arnarj, VileDarkness, thedoctor … 10 stig
babbo, glock, clover … 9 stig
sofus … 8 stig
kitiboy, Triggz, VOB, ChocoboFan … 7 stig
sigurdurjons … 6 stig
omgHAX … 5 stig
arihrannar, HaffiTheMen, Mancio … 4 stig
Grettir, Toggi … 3 stig
Foringinn … 2 stig
daxi … 1 stig



1. Spurt er um leikara. Hann er óhræddur við að taka að sér hlutverk í hinum og þessum myndum, í rauninni er ótrúlegt hvað leikari á þessu gæðakalíberi er tilbúinn til að leika í. Hann hefur sést í ótal myndum síðustu ár sem því miður hafa ekki þótt alltof góðar en sem betur fer tekur leikarinn annað slagið 180° snúning og leikur í þéttri mynd eftir gæðaleikstjóra eins og Steven Spielberg. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að hafa skotið sig í höfuðið í rússneskri rúllettu fyrir mörgum árum síðan. Hver er leikarinn?

Þetta er Christopher Walken sem margir þekkja e.t.v. úr myndinni Click, Catch Me If You Can og fleirum myndum enda eins og stendur í spurningunni leikur hann alveg í ógrynni af myndum. Eldri kynslóðin og kvikmyndaáhugamenn þekkja hann aðallega úr myndinni The Deer Hunter en fyrir það hlutverk fékk hann Óskarsverðlaunatilnefningu.

2. Spurt er um teymi. Þeir eru þekktastir fyrir sjónvarpsþátt sem hefur verið vinsæll nokkuð lengi. Þeir hafa unnið saman í mörg ár en annar þeirra er töluvert virkari en hinn í bransanum. Hann hefur leikstýrt nokkrum myndum en hinn félaginn er aldrei langt undan sem iðulega hefur lagt honum lið við skriftir eða þá sem meðframleiðandi. Félagarnir eru þekktir fyrir grófan og svartan húmor sem hefur farið misvel í suma en þeir taka ekki gagnrýni nærri sér. Hverjir eru þetta?

South Park höfundarnir Trey Parker og Matt Stone var verið að biðja um hér. Þeir léku saman í Baseketball og hafa talað inn á og skrifað ótal þætti og teiknimyndir.

3. Í nýlegri mynd fer ungur strákur í pössun til aldraðra frænda sinna í sveit sem segja honum ýmsar skemmtilegar sögur sem þeir skreyta með ýmsum hætti. Strákurinn ungi trúir sögunum tæplega en þykir sögurnar þó skemmtilegar. Þegar tíminn líður og frændurnir eru farnir yfir móðuna miklu, þá reyndust þessar sögur frændanna ekki jafn vitlausar og hann hélt og fer að trúa að þær gætu verið sannar. Hvaða mynd er þetta?

Þetta er Secondhand Lions, stórskemmtileg mynd sem kom skemmtilega á óvart. Mæli með henni.

4. Hver er þetta? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-33.jpg

Ron Howard heitir þessi leikstjóri The Da Vinci Code, Cinderella Man, A Beautiful Mind, Apollo 13 og fleiri (gæða)mynda.

5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-332.jpg

Flestir voru með þetta rétt, The Last Samurai.

6. Þessi leikari (http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-331.jpg), sem hefur m.a. leikið á móti Antonio Banderas, tengist Íslandi á þann hátt að einn þekktasti leikstjóri Íslendinga leikstýrði honum í sameiginlegu verkefni Íslendinga, Noregs og Þýskalands á 9. áratugnum þar sem nokkrir íslenskir leikarar komu við sögu. Þættirnir fjölluðu um tvo íslenska bræður sem uppi voru um miðja 19. öld. Þessi maður lék náinn vin föður þeirra sem lést af slysförum. Maðurinn verður hrifinn af móður þeirra en reynist þegar upp er staðið hafa óhreint mjöl í pokahorninu varðandi dauða föður þeirra. Hvaða íslenski leikstjóri leikstýrði þessum manni?

Það kom mér á óvart hve margir höfðu þetta rétt, ég taldi mig vera að búa til alveg killer erfiða spurningu en svo reyndist ekki vera. Greinilega hafa margir séð Nonna og Manna þættina. Leikarinn heitir Stuart Wilson og lék vonda kallinn í The Mask of Zorro. Þetta “Íslandsverkefni” voru þættirnir um Nonna og Manna sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði. Garðar Thor Cortes óperusöngvari lék Nonna og Einar Örn Einarsson leikari lék Manna. Nokkuð skemmtilegir þættir, mæli með að þið kíkið á þá sem hafa ekki séð þá.

7. Spurt er um leikstjóra. Hann er evrópskur og þegar hann var að byrja ferilinn tók hann að sér að leikstýra einum Kommissar Rex þætti. Árið 2001 leikstýrði hann mynd sem þótti ein besta mynd ársins og vann mörg verðlaun á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Þremur árum seinna bætti hann um betur og gerði mynd um einn umtalaðasta mann allra tíma sem fékk alla þá viðurkenningu sem hún átti skilið. Sú mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins. Hvaða leikstjóri er þetta?

Oliver Hirschbiegel heitir þessi þýski leikstjóri sem gerði myndirnar Das Experiment og Der Untergang. Ég gaf rétt fyrir fornafnið ef það var tekið fram hvaða myndir hann hafði gert.

8. Fyrir hvaða mynd var þetta poster notað? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-33-poster.jpg

Þetta póster var notað fyrir myndina Punk-Drunk Love með Adam Sandler, Emily Watson og Philip Seymour Hoffman.

9. Spurt er um ártal. Freddy nokkur Krueger hrellir unglinga á meðan þau dreymir, Bill Murray slæst við drauga og Tom Hanks verður ástfanginn af hafmeyju.

Árið er 1984, myndirnar eru A Nightmare on Elm Street, GhostBusters og Splash!

10. Spurt er um leikkonu. Hún er ung að árum og fæddist í Ísrael en flutti til Bandaríkjanna þegar hún var 3 ára. Hún var uppgötvuð þegar hún var 11 ára og henni var bent á módelstörf en hugsaði að leiklistin ætti betur við sig. Ekki nóg með að vera stórkostleg leikkona, heldur er hún að nema við Harvard að læra sálfræði. Hún vakti mikla athygli árið 1994 í mynd eftir franskan leikstjóra þegar hún var aðeins 13 ára. Hver er leikkonan?

Þetta er ástin í lífi mínu og yndisleg kærasta, Natalie Portman.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.