Ég fór á American Pie og bjóst ekki við miklu þar sem þetta er framhaldsmynd. Svo byrjaði myndin og ég byrjaði að hlæja, mikið og meira og ennþá meira, AP2 gefur fyrirrennaranum ekert eftir og ég hélt að trailerinn hefði sýnt öll bestu atriðin en önnur var raunin, til dæmis þegar Jim(Jason Biggs)límir sig fastan og smooth criminal með Alien Ant Farm hljómar í bakgrunninum, það var snilld og líka þegar að hann reyndi að opna hurðina með kjaftinum.
Jason Biggs stóð sig alveg frábærlega sem Jim(Hvernig kemur maðurinn sér í svona aðstöður)og er alveg frábært þegar hann á að spila í tónlistarbúðunum(AKA Band camp)sem vangefin drengur sem hét Petey, hann spilaði mjög illa eins og flestir sáu en hann brilleraði samt þangað til að hann sagði “I´ve got gigantic balls” og það sló þögn á allt pleisið.
Sean William Scott var alveg svakalegur sem “The Siff-meister” og hélt sínum karakter alveg ferskum í gegnum myndina og sérstaklega þegar hann brýst inn til lesbíanna og útvarpar öllu samtali þeirra, óafvitandi um allan bæinn og ætlar svo að “take one for the team”, það var alveg frábært, atriðið var líka alveg ágætt þegar hann fann Finch inní herbergi móður sinnar og klikkaðist.
Alyson Hanigan er alger snilldar leikkona í þessari mynd þegar hún er að kenna Jim að vera betri í rúminu, hætta með honum í plati svo hann geti sofið hjá Nadiu og þegar Jim var látin spila fyrir misskilning(fjallað var um það hér fyrir ofan) og segir við vinkonu sína í band camp “He´s my bitch.”
En engin getur toppað Eugen Levy sem pabba Jim, hann heldur að hann sé svo svalur og þegar hann reynir að bæta úr klúðri sem hann hefur óvart valdið.


Sem sagt, myndin kemur skemmtilega á óvart miðað við það að vera framhaldsmynd. ***/****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.