Að þessu sinni tóku 18 manns þátt sem ég er mjög ánægður með. Mér persónulega fannst þessi trivia alger snilld, allavega sú besta sem ég hef gert hingað til. Það reyndar gerir það að verkum að ég er svona hálftíma lengur að vinna úr niðurstöðunum … en hvað um það, hvað gerir maður ekki fyrir yndislega huganotendur? ALLT!

Svona röðuðust svörin:
1. kitiboy, Iceberg, kleinumamma.
2. kitiboy, triggz, clover, Toggi, arnarj, Notoriuz, neonballroom, Iceberg, Cassidy, kleinumamma, sofus, kursk, thedoctor.
3. kitiboy, clover, arnarj, Mancio, Notoriuz, Iceberg, kleinumamma, sofus, thedoctor.
4. kitiboy, triggz, clover, sixx, Notoriuz, neonballroom, Cassidy, kleinumamma, eyrnaslapinn, sofus, kursk, thedoctor.
5. kitiboy, triggz, clover, Toggi, arnarj, Mancio, Notoriuz, Iceberg, Cassidy, kleinumamma, sofus, kursk, thedoctor.
6. kitiboy, triggz, clover, Toggi, arnarj, Mancio, Notoriuz, neonballroom, Iceberg, Cassidy, kleinumamma, sofus, kursk, thedoctor.
7. triggz, clover, Grettir, arnarj, Notoriuz, neonballroom, Iceberg, Cassidy, kleinumamma, sofus, kursk, thedoctor.
8. triggz, clover, arihrannar, arnarj, Notoriuz, Iceberg, kleinumamma, sofus, kursk.
9. kitiboy, triggz, clover, Grettir, arihrannar, Toggi, arnarj, Mancio, Notoriuz, neonballroom, Iceberg, Cassidy, kleinumamma, sofus, kursk, thedoctor.
10. kitiboy, triggz, clover, arnarj, Notoriuz, Cassidy, kursk.

clover, Notoriuz, kleinumamma … 9
kitiboy, triggz, arnarj, Iceberg, sofus, kursk … 8
Cassidy, thedoctor … 7
neonballroom … 5
Toggi, Mancio … 4
Grettir, arihrannar … 2
Sixx, eyrnaslapinn … 1

1. Spurt er um leikara. Mjög erfitt er að setja hann í stórstjörnuflokkinn, en stórleikari er hann svo sannarlega. Þrátt fyrir að vera ekki skærasta stjarnan innan kvikmyndanna, þekkja hann nær allir því hann er sérstakur til augnanna sem gerir andlit hans eftirminnilegt. Hann er einn virtasti leikarinn í dag og er frekar vandlátur á hlutverkaval sem gerir leikarann einmitt svo sérstakan. Hann er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og taka áhættur, sem sést best á því að hann velur yfirleitt litlar og ódýrar kvikmyndir eftir fremur óþekkta leikstjóra. Meðal mótleikara eru John Travolta og Robin Williams. Hver er leikarinn?

Aðeins 3 voru með þessa rétta sem kom mér á óvart. Nokkrar útgáfur voru þó, t.d. Dustin Hoffman, Steve Buscemi og fleiri. Þetta er hins vegar Forest Whitaker, hinn mikli snillingur. Djöfull er það magnaður leikari. Hann lék á móti Robin Williams í Good Morning Vietnam og á móti John Travolta í Phenomenon og Battlefield Earth (það er eina myndin sem hann hefur tekið þátt í sem hefur kostað morðfúgu). Ég vona að Forest fái Óskarinn í vor fyrir The Last King of Scotland en hann hefur víst farið á kostum í því hlutverki.

2. Spurt er um leikkonu. Hún er dóttir leikarahjóna. Faðir hennar hefur leikið í yfir 100 myndum og er með hans þekktari hlutverkum þegar hann þurfti að klæða sig í kvenmannsföt til að blekkja glæpamenn. Móðir hennar er þekktust fyrir að hafa látið drepa sig í sturtu. Hver er konan?

Þetta fannst mér ógeðslega skemmtileg spurning. Flestir voru með þessa rétta sem ég bjóst ekki við. Jamie Lee Curtis er konan og faðir hennar er Tony Curtis og móðir Janet Leigh.

3. Spurt er um myndaflokk. Fyrsta myndin kom, sá og sigraði um allan heim þegar hún kom út og gerði stórstjörnu úr aðalleikaranum sem jafnframt skrifaði handritið. Í næstu framhaldsmyndum hélt aðalleikarinn sig við skriftir, færði sig fyrir aftan tökuvélina auk þess sem hann fór með aðalhlutverkið. Þegar síðasta myndin var gerð sneri leikstjóri fyrstu myndarinnar aftur en sú mynd þótti ekki góð. Það kom því nokkuð á óvart að það er verið að gera enn aðra myndina um þessa lífseigu persónu sem farinn er að eldast nokkuð. Hvaða lífseiga persóna er þetta?

Að sjálfsögðu er þetta Rocky Balboa! Sylvester Stallone er maðurinn sem var allt í öllu í þeim myndum. John G. Avildsen leikstýrði fyrstu og fimmtu myndinni, annars sá Sly um allt heila klabbið, framleiðslu, handrit, leikstjórn, aðalhlutverk … Og hann gerir það aftur núna en sjötta myndin um kappann er á lokastigi. Hvernig ætli hún verði?

4. Spurt er um leikkonu. Hún fæddist í Bandaríkjunum en var alin upp í Englandi. Hún er rétt svo að byrja ferilinn en segja má að hún sé þekkt um allan heim sem má líklega þakka fyrrum unnusta hennar sem er einn þekktasti breski leikarinn í dag. Samband þeirra komst í hámæli í fjölmiðlum þegar fréttist að hann var unnustu sinni ótrúr. Hver er konan?

Já þetta er þokkagyðjan Sienna Miller, fyrrum unnusta Jude Law en þau hafa verið sundur og saman núna um nokkurt skeið en eru víst alveg hætt saman núna.

5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-32.jpg

Kramer vs. Kramer heitir þessi mynd, stórgóð mynd sem hirti milljón Óskara á sínum tíma.

6. Þessir menn (#1, #2, #3) hafa allir leikið sömu persónuna. Hvaða persóna er það?

Myndirnar eru af Ben Affleck, Harrison Ford og Alec Baldwin. Persónan er CIA maðurinn Jack Ryan.

7. Stikkorð: Búningar - Mella - Leyniregla - Veisla - Kynlíf - Læknir. Hvaða mynd er hér átt við?

Það er mjög fyndið að sama kvöld er trivian kom upp þá var einmitt þessi mynd í sjónvarpinu. Óheppilegt, en of seint að gera breytingar. Þetta er Eyes Wide Shut, enn eitt meistaraverkið frá meistara Kubrick. Þessi mynd er góð, ekki taka mark á þessum vitleysingum sem segja að hún sé léleg.

8. Hver er þetta? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-321.jpg

Sir Richard Attenborough heitir þessi maður, leikari og leikstjóri. Lék m.a. í The Great Escape og Jurassic Park og leikstýrði Gandhi sem hann fékk Óskar fyrir. Hann er enn að, orðinn 83 ára gamall.

9. Í hvaða mynd þarf Nicolas Cage að setjast upp í flugvél, fulla af ógeðfellstu glæpamönnum Bandaríkjanna?

Þessi var auðveld, sett í þeim tilgangi að enginn fengi 0 stig. Con Air.

10. Spurt er um leikkonu. Hún er ekki bandarísk, hefur leikið vampíru, listakonu og starfsmann á dansklúbbi. Hún hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hver er konan?

Það kom mér á óvart hvað þessi vafðist fyrir fólki. Þetta er mexíkóska kynbomban Salma Hayek sem lék í From Dusk Till Dawn, Fridu og Studio 54.


Takið svo endilega þátt í triviu 33, komin eru nokkur svör nú þegar en ég vil sjá fleiri. Þið hafið frest fram á föstudag.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.