<b>MISERY</b>
Leikstjórar: Rob Reiner
Handrit: Stephen King, William Goldman
Tegund: Hryllings thriller
Lengd: 107 mín.
Framleiðsluár: 1990
Leikararnir:
James Caan - Paul Sheldon
Kathy Bates - Annie Wilkes
Richard Farnsworth - J.T. ‘Buster’ McCain, Elridge County Sheriff
Frances Sternhagen - Deputy Virginia McCain
Lauren Bacall - Marcia Sindell, Paul Sheldon's Publicist
Í eftirfarandi grein koma fram mikilvæg atriði úr kvikmyndinni.
SBS:
Stephen King hefur skrifað margar bækur, ef hann skrifar eitthvað á blað er það kvikmyndað. Því miður eru rosalega fáar kvikmyndir sem heppnast. En þegar þær heppnast eru þær mjög góðar. Misery er ein besta myndin sem er gerð eftir King bók. Hún er frábærlega leikstýrð af Rob Reiner(This Is Spinal Tap) og er handritið eftir William Goldman (Butch Cassidy and the Sundance Kid) síðra. En það sem stendur alveg uppúr er Kathy Bates, hún leikur hina geðveiku Annie Wilkes betur en nokkur önnur leikkona gæti haft. Enda fékk hún bæði Óskarinn og Golden Globes fyrir.
Kvikmyndin fjallar um rithöfundinn Paul Sheldon, hann fer alltaf alltaf upp í fjallahótel til að klára skálsögurnar sínar en þegar nýjasta bókin hans “Untitled”(hún hafði ekki fengið neitt nafn ennþá) var tilbúin og hann ætlaði að fara heim lenti hann í blindbyl og keyrir bílinn útaf veginum. En heppnin er með honum, kona sem býr nálægt sér hann og bjargar honum. Það kemur reyndar í ljós að það var engin tilviljun að hún var þarna. Hún er nefnilega mesti og besti aðdáandi hans og var að fylgjast með honum. Hún fer með hann heim til sín og býr um hann. Hún var hjúkrunarkona og á mikið af lyfjum svo hann getur verið hjá meðan sárin gróa. Þegar hann vaknar virðist hún vera venjulegur aðdáandi, enda segja flestir aðdáendur að þeir séu mestu aðdáendurnir.
Hann ákveður að leifa henni að lesa nýju bókina sína og hún verður nátturulega mjög ánægð með það en það kemur svo í ljós að hún er alls ekki ánægð með þessa nýju bók. Hann var vanur að skrifa um persónuna Misery Chastain en þessi bók fjallaði um krakka sem eiga heima í miðbæ New Yorks:
Annie Wilkes: It's the swearing, Paul. It has no nobility.
Paul Sheldon: These are slum kids, I was a slum kid. Everybody talks like that.
Annie Wilkes: THEY DO NOT! At the feedstore do I say, “Oh, now Wally, give me a bag of that F-in' pig feed, and a pound of that bitchly cow corn”? At the bank do I say, “Oh, Mrs. Malenger, here is one big bastard of a check, now give me some of your Christ-ing money!”
THERE, LOOK THERE, NOW SEE WHAT YOU MADE ME DO!
Hann fer að sjá að hún er eitthvað aðeins slæm á taugum en þegar hún fær í hendurnar nýjustu Misery bókina þá verður illt verra.
Annie Wilkes: YOU! YOU DIRTY BIRD, HOW COULD YOU!
Paul Sheldon: What?
Annie Wilkes: She can't be dead, MISERY CHASTAIN CANNOT BE DEAD!
Paul Sheldon: Annie, sometimes during childbirth, women don't survive. But Miseries SPIRIT is still alive, we shouldn't forget that.
Annie Wilkes: I DON'T WANT HER SPIRIT! I WANT HER, AND YOU MURDERED HER!
Paul Sheldon: No I didn't.
Annie Wilkes: WHO DID?!
Paul Sheldon: She just died, slipped away!
Annie Wilkes: SLIPPED AWAY!! NO, YOU MURDERED MY MISERY!!
Eftir þetta ákvður Anne að hann skrifi nýja bók, nýja bók um hana Misery. Hún kaupir handa honum ritvél, vantar reyndar N'in en það skiptir ekki mestu og meira að segja fullt af rosalega flottum blöðum. Verst er að hann er svo flottur að það er ekki hægt að nota hann með ritvélinni. Hann biður hana um að kaupa venjulegan pappír með ekkert sérstaklega góðum afleiðingum:
Annie Wilkes: Anything else I can get for you while I am in town? How about a tiny tape recorder, or how about a homemade pair of writing slippers?
Paul Sheldon: Annie, what's the matter?
Annie Wilkes: What's the matter? WHAT'S THE MATTER?! I will tell you “what's the matter!” I go out of my way for you! I do everything to try and make you happy. I feed you, I clean you, I dress you, and what thanks do I get? “Oh, you bought the wrong paper, Anne, I can't write on this paper, Anne!” Well, I'll get your stupid paper but you just better start showing me a little appreciation around here, Mr. MAN!
Hann nær að komast úr herberginu meðan hún er í burtu en þegar hún kom heim sér hún að hann hafi komist út og ákveður að gera það þannig að hann geti ekki hreyft sig. Það atriði er án efa eitt magnaðasta í kvikmyndasögunni en það gengur út á sömu aðferð og var notuð í demantsnámum í afríku þegar vinnumennirnir náðust vera að stelu demöntum. Sú aðferð gerði þeim kleift að vinna áfram en geta ekki hlaupið burt. Brjóta bara á þeim fæturna.
Kvikmyndin er mögnuð og allir sem hafa gaman af góðri spennu ættu að hafa gaman af henni. Hún er allavegana ein af mínum uppáhalds kvikmyndum.
Kveðja sbs
<a href="http://www.sbs.is“>sbs.is</a>
<a href=”mailto:sbs@sbs.is">sbs@sbs.is</a