jogi - smarter than the average bear
Dancer in the Dark ofmetin á Íslandi?
Ég rakst á frétt á music365.com þar sem sagt var frá því að þeir sem fara á myndina í Bretlandi geta fengið endurgreitt eftir hálftíma af myndinni ef þeim finnst hún léleg. Þeir gera þetta út af því að myndin hefur fengið svo slæma dóma þarna úti, sumir gagnrýnendur hafa jafnvel kallað þetta verstu mynd sem nokkurn tíma hefur verið gerð (meira að segja verri en Battlefield Earth!). Það er spurning hvort íslenskir fjölmiðlar séu enn einu sinni að segja bara eina hlið á málum sem tengjast Íslandi. Þeir eru búnir að vera duglegir að segja frá einstaka gagnrýnendum úti í USA sem fannst hún góð. Ég tek fram að ég hef ekki séð myndina og ætla ekki að sjá hana. Ef þið hafið hafið áhuga er fréttin á: www.music365.com/autocontent/feature_46397.htm