1. kitiboy, kleinumamma, thedoctor, arnarj, clover.
2. kitiboy, babbo, arihrannar, kleinumamma, thedoctor, Toggeh, VOB, arnarj, clover, sofus.
3. kitiboy, kleinumamma, Toggeh, arnarj, clover, sofus.
4. kitiboy, babbo, arihrannar, kleinumamma, thedoctor, arnarj, clover, sofus.
5. kitiboy, babbo, arihrannar, kleinumamma, thedoctor, VOB, arnarj, clover, sofus.
6. babbo, arihrannar, kleinumamma, thedoctor, Toggeh, VOB, arnarj, clover, sofus.
7. kleinumamma, thedoctor, arnarj, clover, sofus.
8. kitiboy, kleinumamma, thedoctor, clover,
9. kitiboy, babbo, kleinumamma, thedoctor, Toggeh, arnarj, clover, sofus.
10. kitiboy, babbo, kleinumamma, thedoctor, arnarj, clover, sofus.
kleinumamma, clover … 10
thedoctor, arnarj … 9
kitiboy, sofus … 8
babbo … 6
arihrannar, Toggeh … 4
VOB … 3
1. Spurt er um leikara. Um tíma var hann líklega stærsta kvikmyndastjarnan í heiminum eftir margar velheppnaðar kvikmyndir. Það var með ólíkindum hve naskur leikarinn var að þefa uppi góð handrit og taka réttar ákvarðanir. En bregðast krosstré sem önnur tré, leikarinn hefur misstigið sig ansi oft upp á síðkastið og nú þegar hann er á sjötugsaldri, er hann í skugganum á yngri og ferskari leikurum. Meðal leikstjóra sem hafa leikstýrt honum eru Steven Spielberg, Alan J. Pakula og Francis Ford Coppola. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Hver er leikarinn?
Þeir sem voru með þetta vitlaust, sögðu flestir Robert DeNiro eða Robert Redford. En þetta eru alls ekki þeir heldur hinn eini sanni Indiana Jones og Han Solo. Ferillinn hjá Harrison Ford er engum líkur, en fyrir utan Indiana Jones og Star Wars, þá hefur hann m.a. leikið í Blade Runner, The Witness, The Fugitive og mörgum öðrum vinsælum myndum.
2. Spurt er um leikarabræður. Þeir eru nokkrir talsins og hafa allir vakið einhverja athygli, mismikla þó eftir því hvaða bróðir á í hlut. Sá elsti af þeim er langfrægastur og hefur m.a. verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og virðist eiga 9 líf en hann virðist alltaf snúa aftur eftir að hafa horfið í nokkur ár. Sá næst elsti hefur aldrei vakið mikla athygli nema fyrir þá sem horfa á slakar myndir eins og Paparazzi. Sá næst yngsti byrjaði ferilinn með nokkrum látum en eftir nokkrar slæmar ákvarðanir virðist ferillinn fokinn út í veður og vind. Sá yngsti á misgóðar myndir að baki, ferillinn tók kipp árið 1995 þegar hann lék í einni óvæntustu mynd áratugarins sem enn er í fersku minni margra kvikmyndaáhugamanna. Hvert er eftirnafn þessara bræðra?
Allir voru með þessa rétta, þetta eru Baldwin bræður.
3. Tengið saman Claire Danes og Mel Gibson (í gegnum leikara og leikstjóra).
Fékk ýmsar útgáfur hér en þetta var ekkert sérstaklega erfitt í þetta skipti. Kleinumamma sagði þetta svona: Claire Danes lék í Family Stone með Rachel McAdams sem lék í Red Eye með Brian Cox og hann lék í Braveheart.
4. Spurt er um leikkonu. Árið 1999 var hún valin af AFI (American Film Institute) mesta kvenkvikmyndagoðsögn allra tíma. Ferill leikkonunnar er lyginni líkastur, 12 tilnefningar til Óskars og 4 styttur. Leikkonan var fyrirmynd kvenna um allan heim, bæði í starfi og einkalífi enda var hún dáð og dýrkuð. Hún lést árið 2003, 96 ára að aldri. Hver er leikkonan?
Þetta er Katherine Hepburn sem af mörgum er talin vera mesta kvengoðsögn kvikmyndanna. Hún átti allavega ótrúlegan feril eins og skrifað var hér að ofan.
5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://www.moviezine.se/filmbilder/005/love_actually.jpg
Skjáskotið er úr Love Actually. Fullt af strákum með þetta á hreinu … gaman að því.
6. Úr hvaða mynd er þetta poster? http://www.famouslocations.com/images/movies/planestrains_.jpg
Vegna tæknilegra vandamála gat ég ekki komið með pósterið án nafnsins en flestir voru með þetta, Planes, Trains & Automobiles þar sem John Candy fer á kostum.
7. Margar myndir fjalla um fangelsisflótta og dettur ykkur eflaust nokkrar í hug við að lesa þetta. Myndin sem fiskað er eftir er talin ein besta fangelsisflóttamynd allra tíma sem hafði einn frægasta leikara þess tíma innanborðs. Meðleikari hans var einn sá efnilegasti í bransanum og hefur svo sannarlega hefur átt farsælan feril. Myndin lenti sem samloka milli tveggja risaára í kvikmyndaheiminum og var algjörlega hunsuð af Óskarsakademíunni fyrir utan eina tilnefningu fyrir tónlist. Hvaða mynd er þetta?
Papillon mun þetta vera með þeim Steve McQueen og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. Hún kom út árið 1973 og lenti milli The Godfather myndanna. Þetta er fínasta mynd, öðruvísi fangelsismynd. Það voru einhverjir sem sögðu The Great Escape en það er ekki rétt þó hún sé ansi heit líka.
8. Hver er þetta? http://www.nwe.ufl.edu/~zwhalen/f03/pusateri/finalpics/Christophe_Grani_479282_400.jpg
Þetta er Christopher Nolan, leikstjóri Memento, Insomnia og Batman Begins. Hann var á toppnum í Bandaríkjunum um síðustu helgi með The Prestige sem þykir líkleg til að gera góða hluti á verðlaunahátíðum í vetur.
9. Spurt er um ártal. Denzel Washington er fyrsti blökkumaðurinn til að vinna Óskarsverðlaun fyrir leik í hátt í þrjá áratugi, Robert DeNiro og Martin Scorsese vinna saman að enn einni myndinni og Whoopi Goldberg fer á kostum sem miðill. Hvert er árið?
Árið er 1990, Denzel vann Óskar fyrir myndina Glory þar sem hann var í aukahlutverki, Martin Scorsese leikstýrir Robert DeNiro í Goodfellas og Whoopi Goldberg leikur miðill í Ghost.
10. Hvaða þekktu amerísku persónu er þessi leikari að túlka? http://www.worth1000.com/entries/69500/69673MSur_w.jpg
Þetta er George C. Scott að leika Patton hershöfðingja í samnefndri mynd frá 1970. Hann vann Óskarinn fyrir það hlutverk en neitaði að taka við þeim.
Nú vil ég fá að sjá alvöru þátttöku í triviu 32, koma svo, virkið heilann og takið þátt. Annars fer ég í ógeðslega mikla fýlu. Ekki viljiði það, eða hvað?
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.