12 tóku þátt að þessu sinni sem er alls ekki nógu góð þátttaka. Ég hvet fólk til að taka þátt því mun skemmtilegra er að semja spurningar og eyða tíma í þetta ef þátttaka er góð. Trivia 30 var nú ekkert sérstaklega erfið miðað við skorin á sumum þátttakendum þannig að ekki er það afsökun fyrir að taka ekki þátt.

En svona röðuðust svörin:

1. arnjarj, thedoctor, clover, IceDevil, arihrannar, kitiboy, sofus, kursk, killy.
2. arnarj, thedoctor, clover, IceDevil, Toggeh, babbo, kitiboy, sofus, killy.
3. arnarj, thedoctor, clover, IceDevil, Toggeh, babbo, kitiboy, sofus, kursk, killy.
4. clover.
5. arnarj, clover, sofus, kursk.
6. arnarj, clover, IceDevil, babbo, sofus, kursk, killy.
7. arnarj, thedoctor, clover, IceDevil, Toggeh, babbo, arihrannar, kitiboy, sofus, kursk, killy.
8. arnarj, thedoctor, clover, IceDevil, Toggeh, arihrannar, kitiboy, Mjazi1, sofus, kursk, killy.
9. arnarj, thedoctor, clover, IceDevil, babbo, arihrannar, Mjazi1, sofus, kursk, killy.
10. arnarj, thedoctor, clover, IceDevil, kitiboy, sofus, killy.

clover … 10
arnarj, sofus … 9
IceDevil, killy … 8
Thedoctor, kursk … 7
kitiboy … 6
babbo … 5
Toggeh, arihrannar … 4
Mjazi1 … 2

1. Spurt er um leikara. Hann hóf ferilinn í byrjun 9. áratugarins og vakti athygli í mynd frá 1986 sem gekk vel og fékk glimrandi dóma. Í nokkur ár á eftir var nóg að gera og sá Joel nokkur Schumacher framtíð í kappanum og réð hann í eina mynd. Árið 1992 lék þessi leikari aftur undir stjórn leikstjórans sem leikstýrði honum '86 og var sú mynd stjörnum prýdd. Á síðari hluta síðustu aldar, var leikarinn heillum horfinn en það var ekki fyrr en sjónvarpsþáttaröð glæddi nýju lífi í leikarann að ferilinn tók kipp. Hver er leikarinn?

Þetta mun vera Kiefer Sutherland eins og flestir vissu. Hann lék í Stand by Me árið 1986 undir stjórn Rob Reiners, Joel Schumacher leikstýrði honum í The Lost Boys og Flatliners og svo lék Kiefer aftur undir stjórn Reiners í A Few Good Men með ekki ómerkari mönnum en Tom Cruise, Jack Nicholson, J.T. Walsh og fleirum stjörnum.

2. A: How long was it we had, honey?
Y: I didn't count the days.
A: Well, I did. Every one of them. Mostly, I remember the last one, the wild finish. A guy standing on a station platform in the rain, with a comical look on his face, because his insides have been kicked out.
Þetta atriði er úr frægri mynd. A og Y áttu í ástarsambandi en Y stakk hann af án ástæðu. Þegar Y birtist óvænt með unnusta sínum, sem er á flótta, í klúbbnum hans A, fara gamlar tilfinningar á stjá en A hefur alls ekki gleymt svikum Y. Hvaða mynd er hér lýst?


Þetta er Casablanca með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman, fínasta mynd sem ég mæli með.

3. Hver hljóp í 3 ár, 2 mánuði, 14 daga og 16 klukkustundir af því að hann langaði til þess?
Þetta var auðvelt, Forrest Gump að sjálfsögðu!

4. Leikari og leikstjóri einn var tilnefndur 10 sinnum til Óskarsverðlauna fyrir leik á sínum ferli og vann þau einu sinni. Sama ár og hann vann, var hann einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn og sem framleiðandi myndarinnar vann hann annan Óskar því myndin var valin sú besta. Hver var næstum búinn að hampa þrennunni þetta ár?

Þetta gat aðeins einn. Margir giskuðu á Mel Gibson eða Clint Eastwood, en hvorugt er rétt. Þetta er Laurence Olivier. Maðurinn átti alveg svakalegan feril, bæði sem leikari og leikstjóri. Mjög áhugaverður leikari, hálfgert kamelljón, gat brugðið sér í allra kvikinda líki.

5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://www.baltimoresun.com/media/photo/2005-06/18003081.jpg

Það kom mér á óvart hve fáir gátu þessa. Ef vel er að gáð sést að maðurinn með hattinn er enginn annar en Clint Eastwood. Margir giskuðu á Mystic River en Clint lék ekkert í Mystic River, hann var aðeins leikstjóri þeirrar myndar. Þetta er Absolute Power, skítsæmileg, mæli frekar með bókinni sem er þrusugóð.

6. Í hvaða mynd var þetta tæki notað? http://www.jdhancock.com/images/ghostbusters-trapL.jpg

Já, þetta fannst mér skemmtileg spurning. Þetta er draugagildran í GhostBusters.

7. Stikkorð: Geimskip - Hvíta húsið - Hræðsla - Eldur - Vírus. Í hvaða mynd koma þessi orð fyrir?

Þessi var auðveld, Independence Day.

8. Nefnið allavega tvær af þremur myndum sem hafa fengið 11 Óskarsverðlaun.

Flestir með þetta á hreinu, Ben-Hur frá 1959, Titanic frá 1997 og LOTR: ROTK frá 2003.

9. Spurt er um ártal. Á þessu ári kom út mynd eftir Stanley Kubrick, Al Pacino rændi banka og óvæntur atburður gerði allt brjálað í fiskibæ einum. Hvert er árið?

Árið er 1975, myndin eftir Kubrick var Barry Lyndon, Pacino rændi banka í Dog Day Afternoon og hákarlinn í Jaws gerði allt brjálað í orðsins fyllstu merkingu.

10. Spurt er um leikkonu. Hún hefur leikið mellu, kennara og kvikmyndastjörnu. Hún hefur unnið Óskarsverðlaun. Hver er konan?

Julia Roberts er konan. Hún sló í gegn sem mella í Pretty Woman, lék kennara í Mona Lisa Smile og var langfrægasta kvikmyndastjarnan í Notting Hill.

Takið þátt í triviu 31, ella hljótiði mikinn skaða af. Í alvöru. Ég er ekki að grínast.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.