Söguhetjurnar Sögurhetjurnar

Í langflestum b¡ómyndum er ein persóna sem myndin er aðalega um, stundum er myndin byggð á ævi þessar persónu eða slíkt. T.d. Braveheart, hún er byggð á ævi og baráttu William Wallace. Og svo l¡ka persónur eins og John McClane, ¡ Die Hard. Hann er bara hetjan í myndinni, ekkert byggt á honum (nánast ekkert).

En mig langar að koma með nokkrar persónur sem mér finnst eftirminnilegar.

William Wallace
Þjóðhetja Skota á 13. öld. Barðist við Englendinga um sjálfstæði og frelsi Skota. Ótrúlega flott persóna, Mel Gibson túlkar hann alveg hrikalega vel! Uppáhaldspersónan m¡n.

Maximus
Skylmingarþrællinn frægi, var ¡ myndinni Gladiator. Flúði við illan leik frá hermönnum og náði að skylmast á toppinn. Russell Crowe skilar hlutverki s¡nu frábærlega, Maximus er einstaklega svalur náungi og hræðist ekkert.

Darth Vader (Svarthöfði)
Mjög fræg persóna ¡ myndunum Star Wars. Mjög vondur, flottur og lifir ¡ minningunni.

Tony Montana
Var ¡ Scarface, leikinn af Al Pacino. Einn villimanslegasti glæpamaður sögunnar. Sýnir það vel þegar hann sér Manny hjá systur sinni.

Tyler Durden
Fight Club, fyrst það eru líklega allir sem hafa séð Fight Club (ef þú ert ekki búinn að sjá, EKKI LESA LENGRA) núna ætla ég að segja frá  þessari persónu. Hann er hugarfóstrið hans Jacks, snilldarlega leikinn af Edward Norton. Fyndinn, svalur og umfram allt geggjaÐur töffari.

Jack Torrance
Í hinni mögnuðu mynd Stanley Kubricks, blessuð sé minning hans, The Shining. Jack Nicholsson sýndi geðveiki þessa sturlaða manns á geðveikan hátt, bókstaflega.

Axel Foley
Besta kjaftfora, svarta löggan sem fer s¡nar eigin leiðir. Var ¡ Beverly Hills Cop myndunum. Eddie Murphy með risakjaft.

T-1000
Hver veit ekki hver þetta er? Gereyðandinn sem reyndi að gereyða gereyðandanum =) Sagði voða l¡tið ¡ myndunum og drap miskunarlaust. Leikinn af Robert Patrick, sem er núna kominn ¡ stað David Duchovney ¡ X-Files.

Derek Vinyard
Edward Norton, eins og vanalega, leikur öll hlutverk sín snilldarlega. Þarna er hann nýnasistinn Derek Vinyard. Drap svertingja og fer í fangelsi. Kemur útúr fangelsinu sem nýr maður, en þarf að bjarga bróður s¡num frá sömu örlögum. Ótrúlega áhrifamikil mynd, American History X.


Það er ábyggilega fullt af öðrum skemmtilegum og eftirminnilegum persónum, endilega komið með þær og ykkar uppáhaldspersónur.


sigzi