Skemmtilegar staðreyndir um Batman myndirnar
Batman
Sean Young var ráðin sem Vicki Vale en slasaðist við tökur og varð frá að hverfa.
Tim Burton vildi fá Michelle Pfeiffer í hlutverk Vicki
Willem Dafoe, David Bowie, James Woods og John Lithgow sóttust allir eftir hlutverki Jókersins
Michael Keaton (Batman) æfði sig í tvo mánuði fyrir hlutverkið.
Robin átti upphaflega að vera í fyrstu myndinni en hætt var við
Verkfærin sem lýtalæknirinn notar eru sömu og voru notuð af Steve Martin í The Little Shop of Horror (Litla Hryllingsbúðin)
Batman-merkið er ekki alveg eins og í teiknimyndasögunum en allur varningur sem gefinn var út með merkinu var eins og í sögunum.
Tim Curry var ráðinn sem Jókerinn en datt út
Ray Liotta var fyrsti kosturinn í hlutverk Jókerins og svo í hlutverk Harvey Dent (seinna Two Face) en hafnaði báðum hlutverkum til að leika í Goodfellas
Robin Williams var orðaður við hlutverk Jókerins
Alec Baldwin, Charlie Sheen, Bill Murray, Pierse Brosnan og Tom Selleck voru allir íhugaðir í hlutverk Batman
Mel Gibson var boðið hlutverk Batman en var upptekinn við Lethal Weapon 2
Michael Jackson var boðið að sjá um tónlistina en afþakkaði
Bræðrunum Ethan Cohen og Joel Cohen var boðið í leikstjórastólinn áður en Tim Burton fékk verkefnið
Jack Nickholson (The Joker) setti met sem stendur enn (að því sem ég best veit) um hæstu laun leikara fyrir eina mynd, 60 milljónir dollara
Í upprunalega handritinu átti Alexander Knox að deyja í skrúðgöngusenunni
Tim Burton á að hafa leikið í einu atriði sem einn af mönnum Jókersins
Myndin átti að hafa sama söguþráð og Batman Forever í sambandi við Robin eini munurinn var sá að þá hefði Jókerinn drepið foreldra hans.
Blökubíllinn er gerður úr Chevy Impala
Jókerinn hlífir einu málverki þegar menn hans eru að spreyja á listaverk, málverkið er “Figure with meat” eftir Francis Bacon
Tim Burton lenti í hörðu rifrildi við Jack Palance (Grissom) og sagði Jack við Tim “Ég hef gert yfir 100 myndir. Hvað hefur þú gert margar ?” Batman var 11 mynd Burton
Dauðsföll eru 56
Batman búningurinn var 31,5 kíló að þyngd
Batman returns
Danny DeVito (The Penguin) mátti ekki lýsa mörgæsarbúningnum fyrir neinum ekki einu sini fjölskyldu sinni
Annette Benning var ráðin sem Kattarkonan en Michell Pfeiffer leysti hana af þegar hún varð ólétt
Sheryl Crow langaði mjög mikið í hlutverk Kattarkonunnar og mætti hún í Kattarkonubúningi á stúdíóið til að hitta alla frameiðendurnar, hún var í sambandi við vini sína sem voru að læðast um á svæðinu og fann þannig alla framleiðendurna, Tim Burton faldi sig á bakvið skrifborðið sitt svo hann þyrfti ekki að tala við hana.
Hvorki Tim Burton eða Michael Keaton höfðu verið ráðnir í Batman 2, Tim Burton kom ekki fyrr en að hafa lesið handritið því hann var ekki alveg sáttur við handritið af fyrri myndinni og Michael Keaton kom ekki fyrr en eftir talsverða launahækkun
Batman búningurinn var 24,75 kíló að þyngd
Staðsetningu senanna var oft breytt á milli daga og villtist Michelle Pfieffer oftar en einu sinni
Danny Devito var 2 tíma í förðun á hverjum degi
Mikið erfiði var að taka upp atriðið þar sem apinn færir Mörgæsinni bréfið frá Batman, ástæðan var sú að apinn hræddist búning Mörgæsarinnar
Öryggisgæslan var svo mikil að Kevin Kostner var neitaður aðgangur þegar hann ætlaði að heimsækja fólkið á tökustaðinn
Michelle Pfeiffer eyðilagði 60 Kattarbúninga á 6 mánuðum
McDonalds ætlaði að gefa út barnagamanöskjur með varningi úr myndinni en mótmæltu foreldrar því vegna hversu mikið ofbeldi var í myndinni
Til að fá kettina til að umkringja lík Selinu var sett brúða í stað Pfeiffer og brúðan útötuð í túnfiski
Myndin átti að vera beint framhald af fyrstu myndinni þar sem m.a. var grafið nánar í fortíð Jókersins og Bruce biður Vicki í endanum, Tim líkaði hugmyndin ílla og lét endurskrifa handritið
Lena Olin og Madonna voru íhugaðar í hlutverk Kattarkonunnar
Marlon Wayans var ráðinn til að birtast sem Robin í þessari mynd og koma svo aftur í Batman Forever, hætt var við þessa senu og skipti Joel Schumacker um leikara þegar hann settist í leikstjórastólinn fyrir Batman Forever, Marlon fékk borgað fyrir báðar myndir
Burges Meredith sem lék Mörgæsina í upprunalegu myndinni var boðið að leika föður Mörgæsarinnar, hann tók hlutverkinu en varð að hverfa frá vegna veikinda.
Danny DeVito neitaði að hafa stuntmann í atriðinu þar sem hann er grýttur grænmetinu
Dustin Hoffman var íhugaður í hlutverk Mörgæsarinnar
Jack Nicholson sannfærði DeVito að taka hlutverkið sem Mörgæsin með því að segja honum hversu mikið hann fékk fyrir að leika Jókerinn
Batman Forever
Brad Dourif, Robin Williams, Damon Wayans og Mark Hamill (sem talaði fyrir Jókerinn í teiknimyndunum) voru allir í kapphlaupi fyri hlutverk The Riddler
Meðan Jim Carrey (The Riddler) var að læra að snúa stafnum sínum braut hann tugi stafa og einnig nokkur húsgögn í hjólhýsinu sínu
Robin búningurinn var 18,45 kíló að þyngd
Rispurnar á peningi Two Face mynda stafina HD, áður en hann breyttist í Two Face hét hann Harvey Dent
Elizabeth Sanders sem leikur Gerty er ekkja Bob Kane skapara Batman
Rene Russo var ráðin til að leika Dr. Chase þegar Michael Keaton var ennþá í hlutverki Batman, þegar Keaton hætti og Val Kilmer tók við fannst framleiðendum Russo of gömul til að geta verið ástkona Batmans og var henni skipt út fyrir Nicole Kidman
Alec Baldwin var næstum því ráðinn sem Batman
Hlutverk öryggisvarðarins sem Two Face tekur fanga var skrifað fyrir Wayne Knight sem var búinn að samþykkja það en datt út (Það hefði verið snilld að sjá hann í þessu hlutverki)
Clint Eastwood var boðið hlutverk Two Face
Mel Gibson var boðið hlutverk Two Face en hann var upptekinn við Braveheart
Michael Worth fór í prufu fyrir Robin
Christian Bale, Matt Damon, Corey Feldman og Corey Haim prufuðu allir fyrir hlutverk Robin, Bale lék seinna Batman
Fuglahræðan átti að birtast í litlu hlutverki en var hætt við vegna þess að það var komið nóg af íllmennum
Scott Speedman prufaði fyrir hlutverk Robin
Leonardo DiCaprio prufaði fyrir Robin
Will Shortz þrautameistari hjá NY Times bjó til þrautir The Riddler
John Malkovich var prufaðir fyrir The Riddler
Batman & Robin
Patrick Stewart, Anthony Hopkins og Hulk Hogan voru orðaðir við Mr.Freeze
Búningur Batgirl var upprunalega eins og búningur Batman með eyrunum og öllu en hætt var við til að hárið á Alicia Silverstone fengi að njóta sín
Joel Schumacker sá að George Clooney (Batman) hentaði vel í hlutverkið eftir að hafa teiknað Batman grímuna yfir andlit Clooney á auglýsingu fyrir From Dusk Till Dawn
Julia Roberts, Sharon Stone og Demi Moore voru allar orðaðar við hlutverk Poison Ivy
Ef að Schwarzenegger hefði neitað hlutverki Freeze hefði Sly Stallone verið næstur inn
Við sjáum inní gagnageymslu fangelsins þar sem Freeze er í haldi á meðal muna þar má sjá búninga Two Face og The Riddler
Pat Hingle (Gordon) og Michael Gough (Alfred) eru einu leikararnir sem birtast í öllum 4 myndunum
Þegar leikarar voru spurðir í viðtali hvað þeir myndu vilja taka með sér heim af tökstaðnum,
Arnold Schwarzenegger sagðist vilja taka með sér búninginn sinn, Uma Thurman vildi taka blómakórónuna sína, Elle Macpherson (Julie Madison) sagðist vilja vera fyrst til eignast einhvern varning með Batman&Robin logoinu……….og George Clooney sagðist vilja Elle Macpherson.
Meðan á tökum stóð fór George Clooney og hitti alla félaga sína á tökustað ER í Batmanbúningnum
Notað var nýtt loftað gúmmí í búningana til að létta þá
Batman búningurinn vó 6,5 kíló
Batgirl búningurinn vó 5,4 kíló
Robin búningurinn vó 6 kíló
Búningur Mr.Freeze vó 33,8 kíló
Batman Begins (oftast ekki talinn hluti af seríunni)
Ashton Kutcher, David Boreanaz og Hugh Dancy voru allir íhugaðir fyrir hlutverk Batman
8 leikarar voru beðnir um að lesa fyrir Batman degi áður en hlutverkið var fyllt leikararnir voru Christian Bale, Joshua Jacksom, Hugh Dancy, Eion Baily, Billy Crudup, Cillian Murphy, Henry Cavill og Jake Gyllenhaal. Chrisopher Nolan var svo hrifinn af prufu Murphy að hann valdi hann í hlutverk Fuglahræðunnar.
Marilyn Manson var íhugaður fyrir hlutverk Fuglahræðunnar
Þegar föngunum er sleppt úr Arkham má sjá meðal þeirra Mr.Zaszs raðmorðingja úr
teiknimyndasögunum. Hann sést líka í byrjun myndarinnar vera færðu í Arkham af Dr. Crane
Chris Cooper hafnaði hlutverki Gordons
Kurt Russel og Dennis Quaid voru báðir íhugaðir fyrir hlutverk Gordons
Viggo Mortensen hafnaði hlutverki Ducard
Hlutverki Alfred var boðið Anthony Hopkins en hann afþakkaði
Laurence Fichburne var íhugaður fyrir hlutverk Fox
Hjólhýsi Bale var merkt Bruce Wayne
Á bílastæði nálægt tökustað var byggður hjólhýsagarður þar sem efnafræðingar og búningahönnuðir unnu að gerð Batman búninga, staðurinn var kallaður Skikkjubæli (Cape Down)
Við tökur á götum Chicago lenti Blökubíllinn slysi þar sem ölvaður ökumaður keyrði viljandi á hann í þeirri trú um að þetta væri geimskip
Áður en tökur hófust bauð Christopher Nolan öllu starfsfólkinu á einkasýningu á Blade Runner að myndinni lokinni leit hann á hópinn og sagði “Svona ætlum við að gera Batman”
Rachel Dawes er eina persónan sem hefur ekki birst í neinni Batman sögu, persónan var búin til af leikstjóranum
Batman náttbuxur sjást í atriðinu þar sem Batman talar við strákinn í Narrow
Flestum stórleikurunum sem boðið var í prufur fengu ekki að vita að þetta væri Batman mynd, Michael Caine (Alfred) hélt að þetta væri
mafíumynd
Dauðsföll eru 18
Ewan McGregor var íhugaður í hlutverk
Fuglahræðunnar
Nolan vildi ekki að Fuglahræðan væri með grímu
en einn höfundanna talaði hann til
Heimildir: www.imdb.com